Equsanadeildin 2020 – Kynning á liðum

Það styttist óðum í fyrstu keppni í Áhugamannadeild Spretts/Equsana deildinni 2020

Hér er kynning á fyrstu þremur af sextán liðum ársins sem keppa í ár þ.e. liði Voot, Hraunhamars/Leiknis og Vagna&Þjónustu.

Minnum svo á að fyrsta keppni hefst fimmtudaginn 6 febrúar og verður keppt í fjórgangi.

Einnig bendum við á instagram áhugamannadeildarinnar https://www.instagram.com/ahugamannadeildspretts/

 

Voot liðið
Voot beita selur hágæða beitu fyrir allar stærðir línubáta ásamt veiðarfærum og ýmsum aðföngum. Við leggjum mikla áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina okkar með traustri og vandaðri þjónustu. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum aukið talsvert við vöruúrval sitt og þjónustar nú fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Við leitumst við að skapa öruggt og gott starfsumhverfi fyrir starfsfólk okkar og leggjum metnað í að Voot beita sé þekkt fyrir gott starfsfólk sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á vörum okkar og starfsemi. Skrifstofur fyrirtækisins eru í Grindavík.

Liðsmenn

Gunnar Eyjólfsson
57 ára
pípulagningamaður
Hestamannafélagið Máni

Rúrik Hreinsson
39 ára
sjómaður
Hestamannafélagið Máni

Sigurður Kolbeinsson
52 ára
öryggisvörður
Hestamannafélagið Máni

Hrönn Ásmundsdóttir
48 ára
dagmóðir
Hestamannafélagið Máni

Högni Sturluson
48 ára
járningamaður
Hestamannafélagið Máni

neyðarknapi
Jón B. Olsen
62 ára
garðyrkjumeistari
Hestamannafélagið Máni

þjálfari/liðstjóri
Snorri Ólason
49 ára
Sérfræðingur
Hestamannafélagið Máni

 

Lið Hraunhamar/Leiknir
Hraunhamar fasteignasala veitir framúrskarandi þjónustu hvað varðar sölu og kaup á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og öðrum fasteignum. Starfsmenn fasteignasölunnar eru 9 talsins og búa þau yfir áratuga samanlagðri starfsreynslu og þekkingu á sviði fasteignaviðskipta og er helsta markmið þeirra að veita trausta, persónulega og faglega þjónustu.
LEIKNIR hestakerrur hafa verið smíðaðar síðan 2001 og eru til í þremur stærðum 4-5 og 6 hesta. Þegar smíðin hófst á þeim var haft eftirfarandi til hliðsjónar.Að kerrurnar væru léttar, bæði sjálfar og í eftirdragi. Að þær væru sterkbyggðar og hefðu lágan vindstuðul. Að vindmótsstaðan væri lítil að framan og í hliðarvindi. Efnið sem notað væri í smíðina hefði sem mesta endingu og sem minnst viðhald. Vel færi um hesta í flutningi og við að setja hrossin upp á kerru og taka af. LEIKNIR hestakerrur eru smíðaðar með eftirfarandi efnum og aðferðum

Liðsmenn

Ragnar Bragi Sveinsson (Liðstjóri)
25 ára
Hugbúnaðargeirinn
Hestamannafélagið Fákur

Gréta Rut Bjarnadóttir
25 ára
5.árs tannlæknanemi
Hestamannafélagið Fákur

Glódís Helgadóttir
24 ára
Laganemi
Hestamannafélagið Sörli

Edda Hrund Hinriksdóttir
27 ára
Hrossaútflutningur
Hestamannafélagið Fákur

Arnar Heimir Lárusson
26 ára
Laganemi
Hestamannafélagið Sprettur

Þjálfari
Gústar Ásgeir Hinriksson
24 ára
Reiðkennari
Hestamannafélagið Fákur

 

Lið Vagna og Þjónustu
Vagnar og Þjónusta er rótgróið fyrirtæki sem stofnað var árið 1987. Fyrirtækið er með víðtæka starfsemi og má nefna að þar eru smíðaðar margar gerðir af kerrum auk þess að selja allt til smíði á kerrum, hestakerrurnar frá Vögnum og Þjónustu hafa flotið mikið lof. Þá sérhæfir fyrirtækið sig í smíði á bílskurs- og iðnaðarhurðum auk þess að smíða vörukassa á vöruflutningabíla.

Liðsmenn

Brynja Viðarsdóttir liðsstjóri
55 ára
World Class
Hestamannafélagið Sprettur

Guðrún Sylvía Pétursdóttir
52 ára
Fjárfestir
Hestamannafélagið Fákur

Kristín Ingólfsdóttir
46 ára
Útfararstjóri
Hestamannafélögin Sörli & Sprettur

Trausti Óskarsson
40 ára
járningarmeistari
Hestamannafélagið Sindri

Vilborg Smáradóttir
39 ára
skrifstofustjóri
Hestamannafélagið Sindri

Neyðarknapi
Björn Magnússon
59 ára
verkstjóri
Hestamannafélagið Sprettur

Þjálfari
Ásmundur Ernir Snorrason
27 ára
Tamningamaður
Hestamannafélagið Geysir

 

 

 

 

Scroll to Top