17.og 18.apríl nk. (Skírdagur og Föstudagurinn langi) mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á einkatíma í Hattarvallahöll.
Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára. Julie hefur getið sér gott orð sem reiðkennari og sinnir reiðkennslu víðsvegar um Evrópu.
Kennt verður í 40mín einkatímum fimmtudag og föstudag, tímasetningar í boði frá kl.9 til 16. Verð er 40.000kr. Verð fyrir yngri flokka er 34.500kr – vinsamlegast sendið póst á th*****@sp******.is fyrir bókun hjá yngri flokkum.
Skráning fer fram á abler.io/shop/hfsprettur og opnar kl.12:00 miðvikudaginn 2.apríl.