Dymbilvikusýningin fellur niður í ár

Af óviðráðanlegum ástæðum fellur Dymbilvikusýningin niður í ár. Búið er að tilkynna þetta til þeirra sem ætluðu að vera með atriði á sýningunni.  Nefndin vill þakka öllum þeim sem lögðu sitt að mörkum við undirbúninginn. Sýningin verður haldin að ári liðnu, á sama tíma og undanfarin ár, daginn fyrir skírdag í nýrri og glæsilegri reiðhöll félagsins á Kjóavöllum.

Meðfylgjandi mynd er af Barða frá Laugarbökkum sem átti eftirminnilega sýningu á Dymbilvikusýningunni 2012.

Scroll to Top