Dásamlegt veður fyrir skrúðreið

Við viljum hvetja Sprettara til að taka þátt í hópreið um miðbæ Reykjavíkur í dag í þessu dásamlega veðri.

Þeir sem ætla að mæta eru beðnir að koma annað hvort í félagsbúningi eða lopapeysum til að yfirbragð reiðarinnar verði skemmtilegt. Þeir Sprettarar sem hafa pláss í hestakerrum sínum eða vantar far fyrir hesta hafi samband við Hermann í netfang he*****@fr*******.is eða síma 8944546.

Mæting við Tanngarð (hægt að leggja þar eða við Vatnsmýrarveg) í hádeginu (rúmlega 12). Lagt af stað á slaginu 13:00 í hópreiðina.

Allir velkomnir í skemmtilegan viðburð.

 

Skrúðreið-940x400
Scroll to Top