Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2024 þann 1.apríl n.k. kl.20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli, veislusalnum Samskipahöll, að Hestheimum 14-16, 203 Kópavogi.
Dagskrá fundarins er skv. 10.gr. laga félagsins.
- Fundarsetning
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
- Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða af skoðunarmönnum félagsins.
- Lagabreytingar, skv. 20. gr.
- Kosning aðalstjórnar skv. 6. gr.
- Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr.
- Kosning í nefndir skv. 17. gr.
- Ákvörðun félagsgjalds.
- Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
- Önnur mál, sem félagið varðar.
Tillögur til lagabreytinga sem sendar voru til laganefndar Spretts og leggja skal fyrir aðalfund 1. apríl 2025 eru hér að neðan:
Tillögur frá stjórn og laganefnd:
a. Í 4. tölul. 2. mgr. 2. gr.: Í stað „góðhestakeppnir“ komi „gæðingakeppnir“.
b. Í 1. málsl. 4. gr.: Í stað „ janúar ár hvert“ komi „15. mars ár hvert“.
c. Í 1. málsl. 5. gr.: Í stað „ janúar ár hvert“ komi „1. apríl ár hvert“
d. Í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr.: Í stað „10%“ komi „5%“.
e. Í 3. málsl. 1. mgr. 9. gr.:Í stað „Stjórn félagsins skal boða fundi með minnst þriggja daga fyrirvara með auglýsingu á vefsíðu félagsins, í dagblöðum og/eða útvarpi eða með bréflegri tilkynningu“ komi „Stjórn félagsins skal boða fundi með minnst þriggja daga fyrirvara með auglýsingu á vefsíðu félagsins eða öðrum sannanlegum hætti.“
f. Í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr.: Í stað „10%“ komi „5%“
g, Í 2. málsl. 10. gr.: Í stað „ desember ár hvert“ komi „1. apríl ár hvert“.
h. Í 2. málsl. 10. gr.: Í stað „með minnst viku fyrirvara“ komi „með minnst þriggja vikna fyrirvara“.
i. Í 11. gr.: Í stað „ október til 30. september“ komi „1. janúar til 31. desember“
j. Í 3. málsl. 20. gr.: Í stað „Lagabreytingar sem félagsmenn vilja leggja fram, skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en fjórum vikum fyrir boðaðan aðalfund“ komi „Lagabreytingar sem félagsmenn vilja leggja fram, skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund“.
Tillögur frá félagsmönnum:
a. Á eftir 3. málsl. 4. gr. komi ný málsl.: „Félagar 18-67 ára greiða fullt félagsgjald“.
b. Í núverandi 4. málsl. 4. gr.: Í stað Félagar sem eru 67 ára og eldri geta sótt um niðurfellingu félagsgjalds“ komi „Félagar sem eru 67 ára og eldri og öryrkjar fá 20% afslátt af félagsgjaldi ár hvert“.
c. Í 1. máls. 6. gr.: Í stað „Stjórn félagsins Stjórn félagsins skal skipa sjö menn:“ komi „Stjórn félagsins skal skipa sjö manneskjur og tvær manneskjur“.
d. Á eftir 3. málsl. 6. gr. komi: „Löglegir til framboðs eru allir 18 ára og eldri, skuldlausir félagsmenn með hreint sakarvottorð“.
e. Á eftir 7. málsl. 6. gr. komi nýr málsl.: „Hætti einstaklingur í stjórn áður en kjörtímabili lýkur tekur varamanneskja við viðkomandi stjórnarplássi og skal sú breyting færð í fundargerð“.
f. Í 2. málsl. 10. gr.: Í stað „með minnst viku fyrirvara“ komi „með minnst fimm vikna fyrirvara“.
g. Á eftir 1. málsl. 17. gr. komi nýr málsl.: „Allir sem taka að sér störf fyrir félagið skulu vera með hreint sakarvottorð“.
h. Í 5. gr. komi inn ný málsgrein, svohljóðandi: „Hver skuldlaus félagsmaður hefur eitt atkvæði á félagsfundum í félaginu, hvort sem um er að ræða almennan félagsfund, aðalfund félagsins eða eftir atvikum aðra fundi. Félagsmanni er heimilt að veita öðrum félagsmanni umboð til þess að mæta á fund í félaginu, flytja tillögur, taka til máls og greiða atkvæði fyrir sína hönd. Umboðsmaður má einungis mæta til fundar samkvæmt umboði eins félagsmanns og er því mest hægt að fara með atkvæði tveggja félagsmanna á fundi í félaginu. Skuldi umboðsmaður félagsgjöld og hefur sjálfur ekki réttindi á fundum félagsins telst umboð til hans vera fallið niður.“
Kosið verður um þrjú stjórnarsæti á fundinum. Kosið er um sæti Davíðs Áskelssonar, Haralds Péturssonar og Hermanns Vilmundarsonar en Davíð og Haraldur gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Skv. 6.gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skila til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund eða fyrir klukkan 20:00 þann 25. mars. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.
Stjórn hmf. Spretts.