Skip to content

Námskeið

Fyrirlestraröð yngri flokka

Fyrirlestraröðin er sameiginleg fyrir knapa í yngri flokkum Spretts, Fáks og Sóta. Haldnir verða fjórir fróðlegir fyrirlestrar sem ætlaðir eru sérstaklega fyrir knapa í yngri flokkum – barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. 1) Þriðjudaginn 30.janúar kl.19:00 í veislusalnum í Samskipahöllinni, SprettiHalldór Victorsson íþróttadómari – Hvað eru íþróttadómarar að hugsa? Halldór fer yfir lög og reglur, dómsskala og allt sem viðkemur keppni í íþróttakeppni. 2) Miðvikudaginn 14.febrúar… Read More »Fyrirlestraröð yngri flokka

Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna!

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst fimmtudaginn 1.febrúar. Kennt verður á fimmtudögum, samtals 6 skipti, í Húsasmiðjuhöll. Námskeiðið er fyrir fullorðna knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli,… Read More »Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna!

Heimsmeistari í heimsókn!

Helgina 10.-11.febrúar nk. mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á helgarnámskeið í Samskiphöllinni í Spretti. Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára. Meðal þeirra hesta sem Julie þjálfar þessa dagana eru Kveikur frá Stangarlæk og Viðar frá Skör ásamt mörgum… Read More »Heimsmeistari í heimsókn!

Járninganámskeið

Boðið verður upp á járninganámskeið helgina 16.-18.febrúar í Samskipahöllinni. Kennarar eru Sigurgeir Jóhannson og Carro Aldén. Bóklegur tími og sýnikennsla á föstudegi. Verklegir tímar laugardag og sunnudag. Nemendur mæta með sinn eigin hest og eigin járningagræjur í tímana (laugardag og sunnudag). Fyrirkomulagið verður útskýrt nánar í bóklegum tíma á föstudag. Dagskráin er eftirfarandi;Föstudagur kl.18:00-20:00 bóklegur timiFöstudagur kl.20:00-22:00 verkleg sýnikennslaLaugardagur og sunnudagur verklegir tímar. Raðað verður… Read More »Járninganámskeið

Slaufuhópur fyrir yngri flokka

Hópurinn er ætlaður unga fólkinu, frá 12 ára til 18 ára og er markmiðið að setja upp skemmtilegt sýningaratriði sem sýnt verður á Dymbilvikusýningu og kannski á fleiri stöðum? Aðalmarkmið hópsins er þó að hittast, hafa gaman með jafnöldrum og hestunum. Ávinningur námskeiðsins er þó miklu meiri en bara gleði og ánægja því við æfingar á slaufum bætist áseta og stjórnun og þor verður meira… Read More »Slaufuhópur fyrir yngri flokka

„Bling“ námskeið

Þriðjudaginn 16.janúar í veislusalnum í Samskipahöllinni í Spretti verður boðið upp á eina kvöldstund fyrir yngri flokka þar sem hver og einn útbýr „bling“ skreytta ennisól á sitt eigið beisli Á námskeiðinu verður í boði að skreyta ennisólar með allskonar fallegum steinum og skrauti undir leiðsögn frá Sigríðar Pjetursdóttur. Í boði verða tveir hópar, kl.17:00 og kl.19:00. Áætlað er að hvor hópurinn sé um 60-90mín.… Read More »„Bling“ námskeið

Gæðingalist yngri flokkar

Reiðkennarinn og gæðingalistardómarinn Randi Holaker mun kenna námskeið í gæðingalist. Randi er reynskumikill reiðkennari auk þess að vera keppnisknapi í fremstu röð. Kennt verður á sunnudögum, 3 skipti, 40mín hver tími, í Húsasmiðjuhöll. Einungis 8 pláss í boði. Kennt verður eftirtalda sunnudaga;21.janúar, 28.janúar (4.feb til vara) og 18.febrúar. Verð er 29.000kr.Skráning er hafin á sportabler.com.https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY1Nzg= Að loknu námskeiðinu verður boðið upp á æfingamót/æfingarennsli í gæðingalist… Read More »Gæðingalist yngri flokkar

Hestaíþróttir yngri flokkar

Boðið verður upp á námskeið fyrir börn og unglinga og er ætlað þeim sem vilja sækja almennt reiðnámskeið þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í reiðmennsku. Námskeiðið hentar einnig fyrir þau sem hafa sótt pollanámskeið og vilja stíga næsta skref í sinni reiðmennsku. Miðað er við að nemendur geti stjórnað sínum hesti sjálf og riðið á tölt/brokk hraða. Viðmiðunaraldur er 8 til 14 ára. Skipt… Read More »Hestaíþróttir yngri flokkar

Pollanámskeið

Frábæru pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl hefjast laugardaginn 20.janúar. Kennt verður í Húsasmiðjuhöllinni, 40mín hver tími, samtals 6 skipti. Tímasetningar í boði á milli kl.10-13. Skipt verður í hópa, minna vanir og meira vanir. Líkt og áður er námskeiðið gjaldfrjálst og hvetjum við alla polla til að skrá sig. Mikið stuð og mikið gaman! Þó er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum sportabler til að tryggja… Read More »Pollanámskeið

Keppnisnámskeið yngri flokka

Reiðkennarinn Árný Oddbjörg mun kenna keppnisnámskeið yngri flokka. Námskeiðið verður kennt á mánudögum og hefst mánudaginn 29.janúar og verður kennt fram að úrtöku fyrir Landsmót, samtals 16 tímar. Námskeiðinu lýkur 20.maí. Gæðingamót Spretts er á dagskrá 24.-27.maí. Kennt verður bæði í paratímum (4x) sem eru 40mín og einkatímum (12x) sem eru 30mín. Ekki er kennt mánudaginn 1.apríl (annar í páskum). Námskeiðið er ætlað knöpum í… Read More »Keppnisnámskeið yngri flokka