Fréttir og tilkynningar

Skráningafresti að ljúka fyrir Íslandsmótið í gæðingalist

Skráningafresti fer nú senn að ljúka fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Keppt verður í einum styrkleikaflokki í yngri flokkum en tveimur styrkleikaflokkum í fullorðinsflokki. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Nánar

Firmakeppni Spretts 24.apríl

Firmakeppni Spretts verður haldin fimmtudaginn 24.apríl og verður keppt á hringvellinum, en sú hefð hefur skapast að keppt er til skiptis á hringvellinum og beinu brautinni á milli ára. Skráning fer fram í anddyri veislusals Spretts milli kl 11-12. Keppnin

Nánar

Sýnikennsla með Þorvaldi Árna

Sýnikennsla með Þorvaldi Árna   Þriðjudaginn 22.apríl kl.19:00 verður Þorvaldur Árni með sýnikennslu um þjálfun hrossa með tilliti til sýningu kynbótahrossa. Sýnikennslan er hluti af kynbótanámskeiði fyrir unga Sprettara og er opin fyrir alla unglinga og ungmenni Spretts. Sýnikennslan fer

Nánar

Úrslit þriðju vetrarleika Spretts

Sunnudaginn 13. apríl fóru fram þriðju vetrarleikar Spretts. Í skráningu var boðið upp á vöfflur og kaffi eins og undanfarna vetrarleika og var notalegt að hittast og spjalla.  Allt fór vel fram og fjöldi fólks mætti til leiks. Niðurstöður voru

Nánar

Skrifstofa Spretts lokuð yfir páskana

Kæru félagsmenn, vinsamlegast athugið að skrifstofa Spretts verður lokuð yfir páskahátíðina. Skrifstofan verður lokuð eftir kl.16:00 miðvikudaginn 16.apríl til og með mánudeginum 21.apríl. Skrifstofan opnar að nýju kl.9:00 þriðjudaginn 22.apríl.  

Nánar

Hreinsunardagur Spretts

Hreinsunardagur Spretts verður haldinn miðvikudaginn 23.apríl kl 17 Hittumst við Samskipahöllina (þar verðurm við með áhöld og poka ) 🌱 Tökum höndum saman og hreinsum til! Við ætlum að fegra svæðið okkar fyrir sumarið – týnum rusl og gerum snyrtilegt.

Nánar

Dymbilvikusýning Spretts 16.apríl

Hin árlega sýning hestamannafélagsins Spretts, Dymbilvikusýningin, fer fram 16.apríl nk. í Samskipahöllinni. Það stefnir allt í stórskemmtilega sýningu en eins og undanfarin ár verður haldin létt keppni milli nágranna hestamannafélaganna um flottustu ræktunarhestana. Ungir Sprettarar ætla að mæta á svæðið

Nánar

Íslandsmótið í gæðingalist 29.apríl-1.maí

Fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Á Landsþingi sl. haust var samþykkt að halda sérstakt Íslandsmót í gæðingalist í lok innanhússtímabils, eða fyrir 15.maí ár hvert. Þetta mót kemur því í

Nánar

Móttaka á plasti

Fimmtudaginn 17. apríl, Skírdag , milli klukkan 11:00-12:00 verður tekið á móti plasti í nýjum gámi sem staðsettur er á bílaplaninu/heyrúllustæðinu fyrir ofan Samskipahöll. Eingöngu verður tekið á móti heyrúlluplasti – ekki plasti utan af spæni, heynetum eða öðru rusli.

Nánar

Námskeiðsdagur fyrir ungmenni!

Sylvía Sigurbjörnsdóttir reiðkennari og tamningamaður býður ungmennum Spretts til sín í námskeiðsdag á Kvistum laugardaginn 26.apríl. Einungis 8 pláss eru í boði núna – en stefnt er að því að taka annan námskeiðsdag fljótlega. Hver reiðtími er um 40mín. Sameiginlegur

Nánar
Scroll to Top