Skip to content

Fréttir

öryggisupplifun knapa á reiðleiðum

Hestamanneskjur á höfuðborgarsvæðinu,  viljið þið vinsamlegast svara þessari könnun um öryggisupplifun knapa á reiðleiðum. https://freeonlinesurveys.com/s/iDjwPTvN/i/5811284 Það er mikilvægt fyrir okkur að kortleggja þetta til að draga saman í skýrslu hvar helst er úrbóta þörf. Verkefnið er unnið með styrk frá Vegagerðinni. Kær kveðja Dagný Bjarnadóttir form. reiðveganefndar Fáks og Katrín Halldórsdóttir starfsm. Vegegerðarinnar

Uppskeru & árshátíð Spretts 2023

Laugardaginn 4.nóv sl var Uppskeru & árshátíð hmf. Spretts, þar voru bæði knapar og ræktendur kynbótahrossa heiðraðir. Hátiðin var haldin í veislusal Spretts og mættu Sprettarar prúðbúnir til veislu og skemmtu sér fram á nótt. Ákveðið var af stjórn hmf. Spretts á haustdögum að ár hvert yrði keppnisknapi ársins verðlaunaður sérstaklega, það er sá einstaklingur sem er stigahæstur óháð í hvaða flokki viðkomandi keppir, barna,… Read More »Uppskeru & árshátíð Spretts 2023

Starfsmaður óskast

Hestamannafélagið Sprettur leitar að starfskrafti í hlutastarf. ·        Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt ·        Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu á traktorum. ·        Þarf að geta sinnt viðhaldi á eignum Spretts. ·        Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Nánari upplýsingar í gegnum sprettur@sprettarar.is

Léttleiki, virðing og traust

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fimmtudaginn 23.nóvember kl.19:30. Sigvaldi verður með 1-2 hesta á mismunandi þjálfunarstigum og segir frá sínum hugmyndum og aðferðum sem snúa að tamningu og þjálfun og hestamennskunni í heild sinni. Sigvaldi mun fara yfir breitt svið þjálfunar – allt frá tamningu og uppbyggingu ungra hrossa til þjálfunar á alhliðahesti og til afkasta á… Read More »Léttleiki, virðing og traust

Uppskeruhátíð barna og unglinga 2023

Uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts 2023 Uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts verður haldin fimmtudaginn 16.nóvember. Uppskeruhátíðin er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á aeskulydsnefnd@sprettarar.is fyrir miðnætti þriðjudaginn 14.nóv. Leyfilegt er að taka með sér einn vin/vinkonu/foreldri/forráðamann. Ef einhverjir eru vegan eða grænkerar vinsamlegast látið vita í skráningu. Í boði verður fordrykkur og snakk, forréttur, aðalréttur og eftirrétta íshlaðborð með öllu tilheyrandi. Á uppskeruhátíðinni… Read More »Uppskeruhátíð barna og unglinga 2023

Uppskeru og árshátíð Spretts 2023

Nú fögnum við góðu ári og góðri uppskeru hjá Spretturum á líðandi ári, ómetanlegri vinnu sjálfboðaliða, góðum árangri á keppnisbrautinni, góðum kynbótahrossum frá Sprettsfélögum. Skemmtum okkur og fögnum saman eins og best við getum í veislusal Spretts laugardagskvöldið 4.nóv. Miða/borðapantanir fara fram í gegnum sprettur@sprettarar.is fyrir miðvikudaginn 1.nóv.

Heimsmeistaraheimsókn

Mánudaginn 30.okt. nk. efnir Æskulýðsnefnd Spretts til HEIMSMEISTARAHEIMSÓKNAR. Farið verður í heimsókn til Jóhönnu Margrétar Snorradóttur á Árbakka. Eins og frægt er orðið var Jóhanna Margrét glæsilegur fulltrúi íslenska landsliðsins á síðastliðnu heimsmeistaramóti þar sem hún varð tvöfaldur heimsmeistari á hesti sínum Bárði frá Melabergi. Jóhanna Margrét mun taka á móti hópnum, sýna okkur hesta sína og spjalla um heimsmeistaramótsævintýrið. Á heimleiðinni verður stoppað á… Read More »Heimsmeistaraheimsókn

Nýr starfsmaður Spretts

Hmf Sprettur hefur ráðið starfsmann í hlutastarf í ýmis viðhalds og tiltekarverkefni hjá Spretti. Starfsmaðurinn okkar heitir Emil Óskar. Emil mun vera á ferðinni í báðum höllum af og til við ýmis störf. Eitt af hans hlutverkum er að spyrja notendur reiðhallanna til nafns svo hægt sé að ath hvort viðkomandi sé að nota réttan lykil. Við biðjum félagsmenn um að taka vel á móti… Read More »Nýr starfsmaður Spretts

Námskeiðahald Spretts

Nú fer sumar og haustfrí ferfættu félaga okkar að ljúka og námskeiðahald á vegum Spretts að fara á fullt. Það eru mörg spennandi námskeið í boði og við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með hér á fb og heimasíðu félagsins, sprettur.is. Einnig er hægt að fylgjast með á sportabler.com/shop/hfsprettur en þar sést hvaða námskeið eru í boði hverju sinni. Svo er auðvitað póstlistinn góði… Read More »Námskeiðahald Spretts