
Ræðumaður Skötuveislunnar verður Hermann Árnason
Skötuveisla hestamannafélagsins Spretts fer fram á Þorláksmessu frá klukkan 11:30-14:00 í veislusal Spretts í Samskipahöllinni. Verð er 6900kr. Boðið verður upp á kæsta skötu, tindabikkju, saltfisk, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt brauð. Einnig verður hægt að kaupa fljótandi veitingar.







