Skip to content

Fréttir

landsmót 2024

Eftir frábæra landsmótsviku þar sem Sprettur og Fákur héldu glæsilegt Landsmót á félagsvæði Fáks er gaman að líta yfir hápunkta vikunnar og minnast glæsilegra sýninga hjá börnum í yngri flokkum. Forkeppni í barnaflokki fór fram á fyrsti degi mótsins og þar áttum við ellefu flotta og efnilega krakka sem sýndu glæsi sýningar. Þrjú af þeim krökkum náðu frábærri einkunn og komust þau áfram í milliriðla.… Read More »landsmót 2024

Sprettsgrill á Landsmóti

Föstudaginn 5.júlí býður Sprettur félagsmönnum sem eru á Landsmóti hestamanna í Víðidal í félagsgrillveislu kl 18:00-19:00. Boðið verður uppá hamborgara og pulsur. Veislan verður haldin við hesthúsið hjá Sprettsfélaga Garðari Hólm, húsið er fyrsta húsið á hægri hönd þegar farið er frá gæðingavellinum í átt að kynbótavellinum eftir Vatnsveituvegi. Rauður kassi er utan um húsið hans Garðars þar sem grillveislan fer fram. Sprettsfáni verður á svæðinu. Vonumst til þess að… Read More »Sprettsgrill á Landsmóti

Hópreið Landsmót

Formleg setningarathöfn Landsmóts hestamanna fer fram fimmtudaginn 4.júlí kl.19:05. Hátíðleg hópreið hestamannafélaganna verður á sínum stað samkvæmt venju. Við hvetjum við börn og unglinga sem ekki komust upp í milliriðla að mæta í hópreiðina, einnig hvetjum við áhugasama Sprettara að hafa samband sem vilja taka þátt. Biðlum til þátttakenda að mæta í félagsbúningi Spretts í reiðina. Allar nánari upplýsingar um hópreiðina er að finna á… Read More »Hópreið Landsmót

Fatnaður ungra Sprettara

Hettupeysur, Ariat og TopReiter jakkar fyrir unga Sprettara verða til afhendingar eftir að knapafundi á Landsmóti lýkur á sunnudaginn, 30.júní um kl.19:00. Æskulýðsnefnd verður með posa á staðnum og þarf að greiða við afhendingu á fatnaði. Einnig verður hægt að sækja í Spretts grillið seinna í næstu viku ef það hentar betur fyrir einhverja. Vörurnar eru niðurgreiddar um helming af hálfu æskulýðsnefndar, en börn og… Read More »Fatnaður ungra Sprettara

Pistill frá stjórn

Nokkuð hefur verið að gera hjá Stjórn frá því að við settum fram síðasta pistil. Framkvæmdastjórinn fór í leyfi frá störfum og var fyrirhugaða að hún yrði fjarverandi í mánuð. Stjórn hefur stokkið í verkin í fjarveru Lilju og náð að koma sér vel inn í stöðu félagsins og rekstur þess. Fjölmörg erindi hafa borist og höfum við reynt að svara þeim öllum. Ef einhver… Read More »Pistill frá stjórn

Réttindanámskeið: Sjúkraþjálfun á hestbaki

Æfingastöðin stendur fyrir réttindanámskeiði í sjúkraþjálfun á hestbaki, dagana 23.-27. september 2024. Námskeiðið er tvískipt viku í senn, 35 klst. í hverju sinni. Fyrri hluti námskeiðsins fer fram í sept. 2024 og seinni hlutinn vor/haust 2025. Þátttakendur vinna að verkefni (tilfellalýsingu) milli námskeiða sem skilað verður og kynnt á seinni hluta námskeiðsins í maí. Að báðum námskeiðum loknum munu þátttakendur öðlast réttindi til að veita þessa… Read More »Réttindanámskeið: Sjúkraþjálfun á hestbaki

Æfingatímar fyrir Landsmót

Æfingatímar fyrir Landsmót hafa verið gefnir út.Sprettur fær eftirtalda æfingatíma á Hvammsvelli; fimmtudagur kl. 22:00-00:00föstudagur kl.11:00-12:00laugardagur kl.10:00-11:00sunnudagur kl.18:30-20:00 Við leggjum til að;Fullorðnir og ungmenni gangi fyrir á fimmtudegi.Börn og unglingar gangi fyrir föstudag og laugardag.Frjáls tími fyrir alla á sunnudegi. Keppnisnámskeið barna + unglinga verður á vellinum á laugardegi. Tillagan er sett fram til að dreifa álaginu á vellinum, svo við lendum ekki í því… Read More »Æfingatímar fyrir Landsmót

Landsmótsfundur yngri flokka Spretts

Fimmtudaginn 27.júní verður haldinn knapafundur fyrir Landsmótsfara í yngri flokkum Spretts í veislusalnum í Samskipahöllinni. Fundurinn hefst kl.19:00 og er gert ráð fyrir ca. 30 mín. Fundurinn er ætlaður fyrir þá keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Foreldrar eru velkomnir með. Keppendum verða veittar knapagjafir, farið verður yfir félagsbúning Spretts og rætt verður stuttlega um keppni á… Read More »Landsmótsfundur yngri flokka Spretts

Miðbæjarreið LH

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir árlegri miðbæjarreið. Að þessu sinni fer reiðin fram laugardaginn 29. júní kl 12:00 og er svoan upphitinu fyrir Landsmótið sem hefst á mánudaginn 1. júlí. Spretti langar að mæta með hóp knapa í reiðina og langar okkur að biðla til þeirra sem eru með hesta á húsi og hafa tök á því að taka þátt með okkur, að ríða með á… Read More »Miðbæjarreið LH

Fálkaorða

Fálkaorðuhafi í Spretti

Þann 17 júní var Sprettarinn og fyrrum stjórnarkona í Spretti, Margrét Tómasdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Margrét er hjúkrunarfræðingur, hestakona og fyrrverandi skátahöfðingi. Hún fær riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar. Viljum við í Spretti óska henni innilega til hamingju með heiðursmerkið. Margrét hefur starfað mikið fyrir hestamannafélagið Sprett eins og skátahreyfinguna og sinnt mjög óeigingjörnu starfi fyrir okkur… Read More »Fálkaorðuhafi í Spretti