Kæru félagsmenn!
Það er gaman að segja frá því að Brokk opnar búð í Hlíðarenda 22 í Spretti.
Búðin mun opna laugardaginn 8. mars og við hvetjum félagsmenn að kíkja við milli klukkan 15-18. Nóg pláss í gerði fyrir þau sem koma ríðandi.
• Boli hestabjórinn verður á staðnum
• Halldór Gylfason mætir með gítar og söng
• Einar Ásgeirsson frá Fóðurblöndunni verður með fóðurkynningu.
Brokk mun bjóða upp á undirburð og fóðurbæti frá Fóðurblöndunni og því er stutt fyrir félagsmenn að sækja þá þjónustu. Öryggisvörurnar verða að sjálfsögðu á sínum stað með flottum opnunartilboðum sem gilda til 13. mars.
Opið verður á milli klukkan 15-18 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Einnig er hægt að opna búð eftir þörfum en þá er hringt í síma 7801881.