Kæru félagsmenn,
Vegna dræmrar miðasölu á uppskeruhátíð sem átti að fara fram næsta laugardag hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. Í stað kvöldskemmtunar verður nú sameiginlegur hádegisviðburður með Hrossaræktarnefnd þar sem Sprettur býður viðstöddum í hádegismat.
Dagskrá laugardagsins:
- 11:00 – 12:45
Uppskeruhátíð hrossaræktarnefndar- Verðlaunaafhending kynbótahrossa og ræktunarbúa
- Gunnar Arnarsson hrossaræktandi í Auðsholtshjáleigu heldur fyrirlestur um 35 ára sögu hrossræktar í Auðsholtshjáleigu
- 12:45 – 13:15
Hádegisverður – Sprettur býður upp á góða súpu og veitingar - 13:15 – 14:00
Verðlaunaafhending fyrir keppnisárangur á liðnu keppnistímabili og heiðrun nefnda.
Þeir sem voru búnir að kaupa sér miða á laugardagskvöldið fá endurgreitt með því að senda tölvupóst á gj*******@******ur.is
Við vonumst til að sjá sem flesta í hádeginu í veislusalnum.
