Skráning er hafin á þriðja mótið í Blue Lagoon mótaröð Spretts, Logoflex Tölt.
Mótið verður haldið föstudaginn 8.mars í Samskipahöllinni í Spretti og verða eftirfarandi flokkar í boði:
Pollaflokkur (6-9 ára sem ríða sjálfir)
Barnaflokkur minna vanir (10-13 ára)
Barnaflokkur meira vanir (10-13 ára)
Unglingaflokkur (14-17 ára)
Ungmennaflokkur (18-21 árs)
Fimm skráningar þarf í hvern flokk svo að boðið sé upp á hann. Blue Lagoon nefndin áskilur sér rétt á að sameina flokka ef ekki næst nægur fjöldi í einhverja flokka.
Keppendur sýna:
Pollaflokkur – hægt tölt og frjáls hraði, ekki snúið við. Knapar frá umsögn frá dómurum að sýningum loknum en ekki verður raðað í sæti í þessum flokki.
Barnaflokkur minna vön – T7 (hægt tölt, snúið við, frjáls hraði)
Barnaflokkur meira vön – T3 (hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og greitt tölt)
Unglingaflokkur – T3
Ungmennaflokkur – T3
Skráningin fer fram í gengum Sportfeng og eru skráningargjöld eftirfarandi:
2500 kr. fyrir barna- unglinga- og ungmennflokk
2000 kr. fyrir pollaflokk
Skráning er opin frá 28. febrúar til 5. Mars.
Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni föstudaginn 8.mars.
Næsta mót verður föstudaginn 15. mars og verður þá keppt í TRECK. Nánari upplýsingar koma inná næstu dögum.
-Blue Lagoon nefndin