Barna- og unglingaatriði fyrir Dymbilvikusýningu

Barna- og unglingaatriði fyrir Dymbilvikusýningu

Þau börn og unglingar sem hafa áhuga á að taka þátt í reiðhallarsýningu Spretts, Dymbilvikusýningunni, eru boðin velkomin að mæta á fyrstu æfingu, sunnudaginn 6.apríl kl.17:30-18:15 í Samskipahöllinni.

Miðað er við að knapar séu á 10.aldursári en ef yngri knapar telja sig vera tilbúna að taka þátt er þeim velkomið að heyra í Þórdísi, th*****@sp******.is, og óska eftir þátttöku.

Mikilvægt er að knapar séu á rólegum og traustum hrossum sem þeir geta stjórnað vel á tölti og brokki.

 

Scroll to Top