Áhugamannamót Spretts og Wow air

Áhugamannamót Spretts og Wow air verður haldið á Samskipavellinum 16. – 17. júní.

Eftirfarandi greinar eru í boði:

T7, tölt án hraðabreytinga. Byrjendur (3.flokkur), minna vanir (2.flokkur) og meira vanir (1.flokkur).

T3, tölt með hraðabreytingum. Minna vanir (2.flokkur) og meira vanir (1.flokkur).

T4, slaktaumatölt. Minna vanir (2.flokkur) og meira vanir (1.flokkur).

V2, fjórgangur. Minna vanir (2.flokkur) og meira vanir (1.flokkur).

F2, fimmgangur. Minna vanir (2.flokkur) og meira vanir (1.flokkur).

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.

Verð 5000 kr per skráning.

Fyrirspurnum verður svarað á netfanginu sp*********@***il.com eða í síma 888-4050.

Mótið er opið öllum áhugamönnum og hvetjum við alla til að taka þátt í skemmtilegu móti hjá okkur í Spretti. Glæsileg verðlaun í öllum flokkum.

Aldurstakmark keppenda á mótinu er 18 ár (ungmennaflokkur).
Mótanefnd áskilur sér rétt á að sameina eða fella niður flokka/keppnisgreinar ef ekki er næg þátttaka.

WOW logo RGB
Scroll to Top