Æskulýðsnefnd Spretts hefur skilað inn skýrslu sinni til Æskulýðsnefndar LH en á hverju ári er kallað eftir skýrslum um æskulýðsstarf í öllum hestamannafélögum landsins. Á hverju ári veitir LH Æskulýðsbikar því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum. Núverandi handhafar bikarsins er hestamannafélagið Sprettur, 2024, en á Formannafundi LH sem fer fram 8.nóvember nk. kemur í ljós hverjir verða handhafar bikarsins árið 2025.
Skýrslu Æskulýðsnefndar Spretts má lesa hér: https://sprettur.is/wp-content/uploads/2025/10/AESKULYDSSKYRSLA-SPRETTS-2024-2025.pdf
