Skip to content

Æfingatímar fyrir Landsmót

Æfingatímar fyrir Landsmót hafa verið gefnir út.
Sprettur fær eftirtalda æfingatíma á Hvammsvelli;

fimmtudagur kl. 22:00-00:00
föstudagur kl.11:00-12:00
laugardagur kl.10:00-11:00
sunnudagur kl.18:30-20:00

Við leggjum til að;
Fullorðnir og ungmenni gangi fyrir á fimmtudegi.
Börn og unglingar gangi fyrir föstudag og laugardag.
Frjáls tími fyrir alla á sunnudegi.

Keppnisnámskeið barna + unglinga verður á vellinum á laugardegi.

Tillagan er sett fram til að dreifa álaginu á vellinum, svo við lendum ekki í því að t.d. allir mæti á fimmtudegi og enginn hina dagana. Öllum Spretturum er þó heimilt að nýta sér æfingatímana ef þessi tillaga skyldi ekki henta, en þeir eru þá meðvitaðir um að ákveðinn aldurshópur á forgang.

Bendi líka á að knapar í íþróttakeppni fá sérstaka æfingatíma á fimmtudegi kl.8-12 og föstudegi kl.21:00-00:00.

Það eru einnig opnir tímar fyrir alla keppendur á fimmtudegi kl.12:30-15:00 og föstudag kl.8:00-10:00.