Aðalfundur Spretts 2018

Aðalfundur Spretts var haldinn 15. nóvember. Fundurinn var vel sóttur.

Úr stjórn gengu, Hermann Vilmundarson, Ragna Emilsdóttir og Sigurður Tyrfingsson. Þau sem sitja áfram í stjórn á komandi vetri 2018-2019 eru, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður, Sverrir Einarsson, Lárus Finnbogason og Auður Stefánsdóttir. Nýir í stjórn eru Margrét Tómasdóttir, Ólafur Karl Eyjólfsson og Kristján Ríkharðsson. Samþykkt var á fundinum að hækka félagsgjaldið í 15.000 kr. Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar verður boðaður í næstu viku. Við þökkum, Hermanni, Rögnu og Sigurði fyrir vel unnin störf.

Á aðalfundi voru veittar viðurkenningar frá stjórn Spretts fyrir besta keppnisárangur árið 2018 í flokki barna, unglinga og ungmenna. Einnig voru veitt hvatningarverðlaun til barna og unglinga frá reiðkennurum fyrir miklar framfarir í reiðmennsku og ástundun á námskeiðum og útreiðum.

Þau börn sem hlutu hvatningarverðlaun 2018 eru: Hulda Ingadóttir, Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir, Inga Fanney Hauksdóttir, Arnþór Hugi Snorrason og Þórunn Björgvinsdóttir.
Einnig var veitt sérstök viðurkenning til þriggja ungra knapa sem stóðu sig vel í keppni á árinu en það voru þær Elva Rún Jónsdóttir 10 ára, Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir 10 ára og Hekla Rán Hannesdóttir 12 ára.

Eftirfarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir keppnisárangur á aðalfundinum.

Barnaflokkur

Drengur:
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson stóð sig best allra drengja í barnaflokki Spretts á árinu. Ragnar Bjarki sem er eingöngu 10 ára varð í 4. sæti á Reykjavíkurmeistaramótinu í T7 og stóð sig einnig vel í fjórgangi. Ragnar Bjarki tók þátt í Íþróttamóti Harðar þar sem hann var í A úrslitum í Tölti. Hann var í 4. Sæti í barnaflokki á Gæðingamóti Spretts og tók einnig þátt í Íslandsmótin yngri flokka bæði í fjórgangi og tölti.

Stúlka:
Guðný Dís Jónsdóttir stóð sig best allra stúlkna í barnaflokki á árinu. Guðný Dís keppti á Ás frá Hofsstöðum með góðum árangri. Hún vann á honum Blue Lagoon mótaröðina í fjórgangi, var önnur í fjórgangi á Reykjavíkurmeistaramótinu, og einnig önnur eftir forkeppni á Gæðingamóti Spretts en það mót vann hún svo á Roða frá Margrétarhofi. Guðný Dís og hestur hennar Roði frá Margrétarhofi hafa verið nánast ósigrandi á árinu. Þau eru eru Landsmótssigurvegarar 2018. Guðný er einnig Íslandsmeistari í tölti og vann fjölda annarra smærri móta á árinu.

Unglingaflokkur

Drengur:
Kristófer Darri Sigurðsson náði bestum árangri þeirra drengja sem kepptu í unglingaflokki á árinu. Hann stóð sig mjög vel síðasta vetur í Meistaradeild æskunnar og einnig á Gæðingamóti Spretts. Á Reykjavíkurmeistaramótinu tók hann þátt í fjölda greina, tölti, fjórgangi, fimmgangi og slaktaumatölti þar sem hann keppti til úrslita með góðum árangri. Kristófer Darri er Íslandsmeistari í fimmgangi 2018, auk þess að vera í 1-2 sæti í slaktaumatölti á sama móti auk annarra greina sem hann tók þátt í og stóð sig með prýði í. Kristófer Darri var valinn fyrir hönd Íslands til að taka þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð nú í ágúst.

Stúlka:
Hulda María Sveinbjörnsdóttir stóð sig best allra stúlkna í unglingaflokki Spretts. Henni gekk vel í Meistaradeild Æskunnar þar sem hún keppti til úrslita í öllum greinum, tölti, fjórgangi og fimmgangi. Huldu Maríu gekk einnig mjög vel á Reykjavíkurmeistaramótinu þar sem hún keppti einnig í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Á Landsmóti Hestamanna keppti Hulda María í A-úrslitum og endaði í 8. Sæti. Hulda María tók þátt í fjölda móta á árinu með mjög góðum árangri hvort heldur var á innanfélagsmótum eða á landsvísu.

Ungmenni

Drengur:
Hafþór Hreiðar Birgisson stóð sig feyki vel á árinu. Hann reið sig í A-úrslit bæði í fjórgangi og fimmgangi á geysi sterku Reykjavíkurmeistaramóti. Hann sigraði gæðingamót Spretts í ungmennaflokki og var í fjórða sæti á Landsmóti í sama flokki. Þess má geta að Sprettar áttu þar fjóra fulltrúa af 8 í A úrslitum. Hafþór Hreiðar stundar hestamennskuna af kappi og sýnir af sér fagmannlega reiðmennsku og framkomu bæði innan vallar og utan. Hann er yngri iðkendum góð fyrirmynd.

Stúllka:
Bríet Guðmundsdóttir stóð sig best allra stúlkna í flokki ungmenna árinu á hesti sínum Kolfinni frá Efri-Gegnishólum. Hún stóð sig vel á Reykjavíkurmeistaramótinu í vor og einnig á Gæðingamóti Spretts. Bríet var sigurvegari í Tölti á Suðurlandsmóti yngri flokka og reyndi sig í opnum flokki á Metamóti Spretts með góðum árangri.
Bríet toppaði árið með sigur á Landsmóti 2018 í ungmennaflokki þar sem hún undirstrikaði hve magnaður knapi hún er. Bríet stundar hestamennsku af kappi með mikilli ástundun og elju svo eftir er tekið. Bríet er mikil fyrirmynd yngri knapa.

Scroll to Top