Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts fer fram í Samskipahöllinni þann 29.nóvember kl 20:00.

Dagskrá 

1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Veiting verðlauna fyrir kynbótahross í 4 aldursflokkum hesta og hryssna, ræktunarmaður ársins, ræktunarbú ársins.
3. Gunnar Reynisson hestafræðingur og verkefnisstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands heldur fyrirlestur um hreyfigreiningar á tölti og skeiði. Gangtegundargreining-mæling á takti,jafnvægi og skreflengd á tölti og skeiði og samhljóm mældra eiginleika og hins huglæga mats á gangtegundum.

Allir áhugamenn um hrossarækt velkomnir á staðinn.

Scroll to Top