Ungir Sprettarar hljóta afreksstyrki

Auglýstir voru umsóknarfrestir hjá sveitarfélögunum vegna umsókna til afrekssjóða á heimasíðu Spretts. Landsliðsknaparnir Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Herdís Björg Jóhannsdóttir sóttu um og hlutu báðar afreksstyrki frá sveitarfélögunum. Þær voru báðar valdar í U-21 árs landsliðshóps Íslands fyrir keppnistímabilið 2025 og stefna þær á þátttöku á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss í sumar.

Íþróttaráð Kópavogs styrkir þær um 150.000kr hvor og Íþróttaráð Garðabæjar styrkir þær um 100.000kr hvor.

Til hamingju með styrkina sem munu án efa nýtast vel í undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið í sumar!

Scroll to Top