Fimmtudaginn 27.febrúar nk. mun Sigvaldi Lárus Guðmundsson bjóða upp á einkatíma. Kennt er í Samskipahöllinni, hólf 3, og er hver tími 40mín. Tímasetningar í boði á milli kl.15:00-21:00.Sigvaldi mun koma reglulega í vetur og bjóða upp á einkatíma. Kennslan er einstaklingsmiðuð þar sem hverjum og einum verður hjálpað með sín verkefni.
Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu við góðan orðstír í fjölda mörg ár. Sigvaldi er einnig reiðkennari ársins 2022 hérlendis.
Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri við mjög góðan orðstír, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Skráning fer fram á abler.io og er opin.
Hér er beinn hlekkur:
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzgyNDk=