Lið Nýsmíði

Næsta lið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025, er liðið Nýsmíði.
Liðið keppti undir merkjum Hydrema á síðasta ári og er töluverð endurnýjun í liðinu. G. Birnir og Kjartan Ólafsson eru á sínum stað en inn koma Kristinn K Garðarsson, Sigurbjörn Viktorsson og Kristín Margrét Ingólfsdóttir. Skemmtileg blanda fólks í hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu.
Sigurður Sigurðarson er liðsstjóri og þjálfari.

G. Birnir Ásgeirsson, Hestamannafélaginu Spretti, 57 ára, 180 cm, Vatnsberi
Kristinn K Garðarsson, Hestamannafélaginu Herði, 56 ára, 180 cm, Hrútur
Kjartan Ólafsson, Hestamannafélaginu Herði, 65 ára, 176 cm, Fiskur
Sigurbjörn Viktorsson, Hestamannafélaginu Fáki, 48 ára, 175 cm, Sporðdreki
Kristín Margrét Ingólfsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla, 51 árs, 172 cm, Sporðdreki

Samskipadeildin hefst í dag! Frítt inn og veitingasalan á sínum stað. Snillingarnir hjá Flóru veisluþjónustu sjá um matinn sem sló í gegn í fyrra.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.

Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,

Instagram.com/ahugamannadeildspretts

facebook.com/ahugamannadeildin

Scroll to Top