Nú í kvöld verður fyrsta mótið í Samskipadeild, Áhugamannadeild Spretts haldið. Keppt er ífjórgangi V2 í boði Verkfæralagersins. Ráslista er að finna á HorseDay. Keppnin hefst kl 19:00 en veislusalur Samskipahallarinnar opnar kl 17:30 þar sem dýrindis matur frá Sigurjóni Braga Geirssyni matreiðslumeista og yfirkokki á Flóru Veisluþjónustu er á 3.500 kr .
Matseðill kvöldsins er:
Sveppa súpa og brauð
Kimchi marineruð Kjúklinglæri
Ofnbakaðar sætar kartöflur
Kjúklingasoðsósa
Blandað salat með dukkah
Blómkál með sítrónusósu og granateplum
Brokkolí með sólblómafræjum og Kryddjurtamajó
Gular baunir
Hrásalat
Kaka með kaffinu
Sigurjón Bragi Geirsson lærði kokkinn á Hótel Borg frá árunum 2007 – 2010. Hann hefur starfað sem yfirkokkur á ýmsum veitingastöðum landsins ásamt því að vera virkur í matreiðslukeppnum bæði hér á landi og erlendis. Frá 2017 – 2020 keppti Sigurjón með kokkalandsliðinu fyrir Íslands hönd en árið 2020 tók hann við sem þjálfari liðsins. Þá keppti liðið á Ólympíuleikum í Stuttgart þar sem íslenska liðið endaði í 3 sæti, sem er besti árangur kokkalandsliðsins hingað til.
Í einstaklings keppnum hefur Sigurjón Bragi einnig skarað fram úr, en árið 2019 sigraði hann keppnina kokkur ársins á Íslandi. Eftir það lá svo leið hans í Bocuse d‘or, sem er ein virtasta heimsmeistarakeppni í matreiðslu allra tíma og talin af mörgum erfiðasta og stærsta keppni sem hægt er að taka þátt í. Árangur Sigurjóns var glæsilegur þar sem hann endaði í 5. sæti í Evrópu forkeppninni og í 8. sæti í aðalkeppninni í Lyon 2023.