Unghrossakeppni Spretts fer fram á skeiðbrautinni á nýja vellinum föstudaginn 26. apríl kl 18:00. Mæta þarf í fótaskoðun klukkan 17:30.
Keppt verður í 2 flokkum, 4 og 5 vetra hrossa ef næg þátttaka næst. Keppnin er opin öllum félagsmönnum. Skráning hjá: ha******@mi.is í siðasta lagi fimmtudaginn 25.04.2013 kl 20:00. Ská þarf IS númer, lit, föður, móður, kt. eiganda og nafn knapa. Skráningargjald er 1.500 krónur og greiðist með peningum á staðnum.
Frekari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar eru aðgengilegar undir Hrossarækt.