Næsta lið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025 eru hvorki meira né minna en
sigurvegarar síðasta árs, lið Tommy Hilfiger. Liðið hefur þó tekið breytingum. Inn koma Brynja Viðarsdóttir og Sigurbjörn Eiríksson. Frá síðasta ári eru Valdimar Ómarsson, Hrafnhildur Blöndahl og Guðlaug Jóna Matthíasdóttir. Verja þau toppsætið í liðakeppninni ?
Liðsstjóri er Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og þjálfari liðsins er Berglind Ragnarsdóttir.
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir, Hestamannafélaginu Spretti, 34 ára, 180 cm, Bogmaður
Brynja Viðarsdóttir, Hestamannafélaginu Spretti, 60 ára, 175 cm, Spordreki
Hrafnhildur Blöndahl, Hestamannafélaginu Spretti, 37 ára, 173 cm, Ljón
Sigurbjörn Eiríksson, Hestamannafélaginu Spretti, 56 ára, 180 cm, Meyja
Valdimar Ómarsson, Hestamannafélaginu Spretti, 42 ára, 186 cm, Hrútur
Samskipadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.
Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,
Instagram.com/ahugamannadeildspretts –
facebook.com/ahugamannadeildin