Opnir æfingatímar fyrir yngri flokka

Opnir æfingatímar fyrir yngri flokka verða haldnir á mánudögum og miðvikudögum. Æfingatímarnir eru ætlaðir fyrir unga Sprettara og biðjum við fullorðna að virða þeirra tíma og víkja. Eins minnum við unga Sprettara á að ganga frá eftir sig ef settar eru upp keilur, brokkspírur, hindranir eða annað. Við hvetjum unga fólkið til að nýta tímana vel. Æfingatímarnir hefjast í næstu viku, fyrsti opni æfingatíminn verður mánudaginn 17.febrúar í Húsasmiðjuhöll kl.17.

  • Húsasmiðjuhöll mánudagar kl.17-18
  • Samskipahöll hólf 2 miðvikudagar kl.16-17

 

Scroll to Top