Skip to content

Miðbæjarreið LH

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir árlegri miðbæjarreið. Að þessu sinni fer reiðin fram laugardaginn 29. júní kl 12:00 og er svoan upphitinu fyrir Landsmótið sem hefst á mánudaginn 1. júlí. Spretti langar að mæta með hóp knapa í reiðina og langar okkur að biðla til þeirra sem eru með hesta á húsi og hafa tök á því að taka þátt með okkur, að ríða með á þessum skemmtilega viðburði.

Mæting fyrir þátttakendur er ekki seinna en 11:30 á planið við BSÍ sem almennt er hluti af bílastæðum Landsspítalans. Við erum með leyfi til að leggja þar og þar er þægileg aðkoma með kerrur. Brottför frá BSÍ er ekki seinna en 12:00 og verður þá haldið upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju. Síðan verður farið sem leið liggur niður skólavörðuholtið,  með smá útúr snúningum framhjá göngugötulokunum, meðfram tjörninni og aftur að BSÍ. Þetta tekur um það bil klukkustund.

Við hvetjum áhugafólk um íslenska hestinn til að koma í miðbæinn og dást að fallegu hestunum okkar.

Tengill á viðburðinn á facebook https://fb.me/e/5wgzdiXj7

Frétt um reiðina á heimasíðu LH

Skráning fer fram í gegnum Sportabler, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis en það er gott fyrir okkur hjá Spretti að sjá hverjir ætla að mæta. Hvetjum þátttakendur til þess að mæta prúðbúna með vel snyrta hesta, hlökkum til þess að sjá sem flesta Sprettara í miðbænum.

Hér er tengill fyrir skráningu https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjkzMzE=