Skip to content

Öryggisupplifun knapa

Á neðangreindum hlekk er hægt að lesa skýrslu um öryggisupplifun knapa og samspil við aðra útivistahópa á reiðleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að um 10.000 manns hið minnsta stundi hestamennsku að staðaldri á höfuðborgarsvæðinu, en ekki eru allir iðkendur hestamennsku skráðir í hestamannafélag. Þar að auki er fjöldi barna í reiðskólum og ferðamenn í hestaleigum sem erfitt er að henda reiður á.

Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt og formaður reiðveganefndar Fáks og Katrín Halldórsdóttir starfsmaður Vegagerðarinnar ákváðu að sameina krafta sína og reynslu og sóttu um styrk í rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar. Verkefnið hlaut styrkveitingu en heiti þess er „Samspil ríðandi umferðar og annara vegfarenda á stígakerfi höfuðborgarsvæðisins“ Fókusinn í verkefninu er fyrst og fremst að huga að öryggi knapa á reiðleiðum og kortleggja hvar og hvernig hætta skapast af völdum innviða, annarrar umferðar, bæði farartækja sem og útvistarhópa af ýmsum toga.

Til að nálgast þetta víðfeðma efni enduðum við á að setja upp skoðanakönnun meðal hestamanna til að reyna að kortleggja hvar knapar upplifa helst ógnir af völdum innviða eða annara útivistarhópa.

Niðurstöðurnar geta gefið vísbendingu um hvar úrbóta er þörf á innviðum og / eða hvernig þurfi að fræða betur og upplýsa notendur um hegðun sem getur valdið slysahættu á knöpum.


Hægt er að lesa skýrsluna á meðfylgjandi hlekk: https://fakur.is/wp-content/uploads/2024/06/20240319-Reidleidir-a-hofudborgarsvaedinu-oryggisupplifun-knapa.pdf