Kennt verður á þriðjudagskvöldum kl.19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku, 60mín hver tími. Einnig verður kennt sunnudagana 22.febrúar, 8.mars og 29.mars. Samtals 12 skipti, þ.e. 1 bóklegur tími og 11 reiðtímar. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 3.feb á bóklegum tíma þar sem farið verður yfir reiðleiðir og starf vetrarins rætt.
Lokamarkmið námskeiðsins er að hópurinn komi fram á Dymbilvikusýningu Spretts 1.apríl 2026, en ekki er skylda að taka þátt í sýningunni ef einhver hefur ekki áhuga á því.
Námskeiðið er frábært tækifæri til þess að efla leiðtogahlutverk sitt við hestinn sinn, ná góðri stjórn á reiðleiðum og læra mismunandi mynsturreiðir og njóta þess að vera á hestinum sínum í góðum hópi… gaman saman! Mikilvægt er að hafa þor til að ríða tölt/brokk og fylgja hópnum. Hraða verður ekki hagað eftir hægasta knapa, heldur þurfa allir að halda við hópinn. Að gefnu tilefni er vert að benda á að töltgrúppan er ekki hentugt námskeið fyrir lítið tamin hross. Kennari áskilur sér rétt til að vísa frá hrossum sem ekki henta inn í hópinn.
Námskeiðið er opið fyrir allar Sprettskonur 18 ára og eldri sem vilja taka þátt í skemmtilegu og metnaðarfullu námskeiði.
Kennari er Guðrún Margrét Valsteinsdóttir, reiðkennari frá Hólaskóla. Verð er 22.500kr.
Dagskrá:
3.feb 2026 – Bóklegur tími/fundur. Farið yfir helstu reiðleiðir og ýmis Töltgrúppumál, s.s búninga- og partýnefnd ásamt skipulagi fyrir Pálínuboð.
10.febrúar fyrsti reiðtími. 31.mars síðasti reiðtími. Einnig er kennt sunnudagana 22.febrúar, 8.mars og 29.mars. Samtals 10 reiðtímar.
1. apríl 2026– Dymbilvikusýning. Ca. apríl Lokaæfing og Pálínuboð
Skráning er hafin og fer fram á abler.io.
