Hér má sjá nánari upplýsingar um þau námskeið sem hefjast í janúar og febrúar. Skráning fyrir námskeiðin er opin á abler.io www.abler.io/shop/hfsprettur
Hestafimleikar fyrir unga Sprettara
Laugardaginn 17.janúar verður boðið upp á námskeið í hestafimleikum með Kathrinu Schmitt, en hún hefur kennt hestafimleika í fjölda mörg ár við góðan orðstír m.a. hjá hestamannafélaginu Þyt.
Hestafimleikar þjálfa marga eiginleika, m.a. jafnvægi og tilfinningu fyrir hreyfiingum hestsins, í öruggu umhverfi er byggður upp góður og traustur grunnur.
Boðið verður upp á tvo hópa, yngri og eldri. Kennt verður í Húsasmiðjuhöllinni laugardaginn 17.janúar. Yngri hópur milli kl.12-14 og eldri hópur milli kl.14-16 (tímasetningar gætu breyst lítillega). Skemmtilegt og öðruvísi námskeið þar sem kennt er á hesti í hringteymingu og á fjölda mörg æfingatæki sem Kathrin kemur með sér. Til þess að taka þátt í hestafimleikum þarf ekki að taka með sér hest. Skráning er opin og fer fram á abler.io. Verð er 2.000kr. Skráningu lýkur mánudaginn 12.janúar.
Knapaþjálfun með Bergrúnu – helgarnámskeið
Helgarnámskeið 18 og 19 jan. 2026. Haldið í Samskipahöll.
Námskeiðið er sett þannig upp að það byrjar á fyrirlestri, sem er um klukkustundar langur. Þar verður raðað niður í reiðtíma.
Hver knapi fer í svokallaða líkamsstöðugreiningu þar sem viðkomandi er skoðaður án hests. Horft er í líkamsstöðu, vöðvasamræmi knapa, hreyfifærni liða og annað sem getur mögulega haft áhrif á ásetu knapa og líkamsstöðu dags daglega.
Þessu eru svo hvoru tveggja fylgt eftir með tveimur reiðtímum – einkatímum, sem er hvor fyrir sig um 40mín. Þar sem áherslan er líkamsbeyting knapans og stjórn hans á hestinum.
Að auki er einn laufléttur æfingartími, ca 45 mín., þar sem farið er í styrktarþjálfun og teygjur sem mér finnst eiga erindi við alla knapa. Farið í æfingatækni sem getur nýst viðkomandi í ræktinni eða við hreyfingu dags daglega.
Fjöldi nemenda á einu námskeiði miðast við 8-10 knapa. Námskeiðið hentar öllum knöpum, allt frá byrjendum til afreksknapa. Verð er 31.000kr.
Einkatímar með Magnúsi Lárussyni
Sex einkatímar aðra hverja viku (nema síðustu tvö skiptin eru kennd í hverri viku), hver tími 40 mínútur. Í upphafi er tveggja klukkustunda sýnikennsla, fyrirlestur og vinna með hest, fyrir þá sem taka einkatímana. Kennt verður á fimmtudögum í Samskipahöll. Kennt er eftirtalda daga: 15.jan., 29.jan., 12.feb., 26.feb., 12.mars og 19.mars. Sýnikennslan verður fimmtudaginn 15.janúar áður en einkatímar hefjast, gera má ráð fyrir 1-2 klst í sýnikennslu. Sýnikennslan fjallar um helstu atriði í þjálfun knapa og hests þar sem horft er til að andlegt og líkamlegt jafnvægi hests er forsenda framfara við þjálfun hans svo hann beri sig rétt, verði auðveldur í allri reið og endist lengi. Jafnframt því að færni knapa varðandi ásetu, stjórnun og skilning á hreyfigetu hests spilar hér lykilhlutverk hvernig tekst til varðandi þjálfun hans.
Hverjum þátttakanda er mætt í einkatímunum þar sem hann er staddur með sinn hest út frá ofangreindum atriðum.
Skráning er opin og fer fram á abler.io. Skráningu lýkur mánudaginn 12.janúar nk. Verð er 90.000kr.
Knapamerki 2 verklegt – yngri flokka.
Knapamerkin eru stigskipt nám í hestamennsku þar sem nemandinn er leiddur stig af stigi í gegnum námið í takt við getu hans og áhuga. Þar með er lagður grunnur að árangri og öryggi í hestamennskunni hvort sem hún verður stunduð til frístunda eða sem keppnisíþrótt í framtíðinni.
Kennt verður á miðvikudögum og föstudögum í Húsasmiðjuhöll (einstaka sinnum í Samskipahöll). Verkleg kennsla hefst miðvikudaginn 28.janúar og lýkur miðvikudaginn 11.mars. Einnig verður kennt sunnudagana 1.mars og 8.mars.
Ekki verður kennt föstudagin 6.febrúar og miðvikudaginn 25.febrúar.
Samtals 13 tímar með prófi. 4 nemendur í hóp og einnig verður kennt í einkatímum. Verð er 45.000kr.
Skráning er opin og fer fram á abler.io. Kennari verður Þórdís Gylfadóttir.
Helgarnámskeið með Julie Christiansen 21 og 22 febrúar
Helgina 21 og 22 febrúar 2026 mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á helgarnámskeið í Húsasmiðjuhöllinni.
Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára.
Kennt verður í 40mín einkatímum laugardag og sunnudag. Kennt verður eftir hádegi á laugardag og allan daginn á sunnudag. Verð er 41.500kr. Verð fyrir yngri flokka er 35.500kr.
Skráning er opin á abler.io. Skráningu lýkur sunnudaginn 25.janúar.
