Einkatímar með Antoni Páli 27.desember 2025!
Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni laugardaginn 27.desember nk. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3.
Kennsla fer fram milli kl.9-16. Verð er 18.000kr fyrir fullorðna, kennsla + reiðhallarleiga. Verð fyrir yngri flokka er 15.000kr.
Anton Páll kemur næst að kenna mánudaginn 10.janúar 2026.
Einkatímar hjá Þorvaldi Árna
Reiðkennarinn og Sprettarinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson býður upp á einkatíma í Hattarvallahöll. Kennt verður á þriðjudögum.
Í boði er 6 skipta námskeið. Kennsla hefst þriðjudaginn 6.jan og lýkur 10.feb.Verð er 99.000kr fyrir fullorðna. 78.500kr fyrir yngri flokka. Tímarnir henta fjölbreyttum hópi hesta og knapa, en Þorvaldur mun mæta hverjum og einum þar sem þeir eru staddir og aðstoða við að koma þeim lengra.
Einkatímar hjá Árnýju Oddbjörgu í janúar
Reiðkennarinn Árný Oddbjörg mun bjóða upp á 4 skipta námskeið í janúar 2026. Skráning opnar kl.12:00 föstudaginn 19.desember. Skráning fer fram á
abler.io.
Námskeiðið verður kennt á miðvikudögum milli kl.15:30-19:30. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólf 3. Kenndir eru 30mín einkatímar. Verð fyrir fullorðinn er 34.500kr og yngri flokka er 26.500kr.
Einkatímar með Antoni Páli 12. og 26. janúar 2026
Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni mánudagana 12. og 26.janúar. Kennt verður í Húsasmiðjuhöllinni.
Kennsla fer fram milli kl.9-16:30. Verð er 36.000kr fyrir fullorðna, kennsla + reiðhallarleiga. Verð fyrir yngri flokka er 30.000kr.
Anton Páll kemur næst að kenna 2. og 9. febrúar 2026.
Undirbúningur fyrir keppni – ungir Sprettarar
Reiðkennarinn og íþróttadómarinn Ylfa Guðrún Svafarsdóttir býður upp á 30mín einkatíma fyrir unga Sprettara á þriðjudögum.
Kennt verður á milli kl.15:30 og 19:30 í Samskipahöllinni hólfi 3. Samtals 6 skipti.
Kennsla hefst þriðjudaginn 13.janúar og lýkur þriðjudaginn 24.febrúar. ATH! ekki er kennt þriðjudaginn 27.janúar.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað börnum, unglingum og ungmennum Spretts. Verð er 37.000kr. Hægt er að greiða með frístundastyrk.
Skráning fyrir námskeiðin opnar kl.12:00 á morgun, föstudaginn 19.desember.
Nánari upplýsingar gefur Þórdís, th*****@******ur.is