Stjórn afrekssjóðs UMSK auglýsir eftir umsóknum um afreksstyrk vegna afreka liða eða einstaklinga innan aðildarfélaga UMSK á undanförnum 12 mánuðum.
Afreksstyrkir UMSK voru fyrst veittir á árið 2023 og eru þeir því veittir nú í þriðja skiptið. Markmið þeirra er að styrkja fjárhagslega afreksíþróttafólk eða afrekshópa innan aðildarfélaga UMSK sem náð hafa afburðarárangri og gera þeim kleift að búa sig enn betur undir áframhaldandi keppni ásamt því að hvetja til frekari afreka.
Stjórn afrekssjóðs hefur sett eftirfarandi fjögur skilyrði fyrir þeim árangri sem liggja þarf til grundvallar afreksstyrkja. Umsóknir skulu byggja á árangri sem;
- Náðst hefur í efsta styrkleikaflokki (dæmi: meistaraflokkur kvk/kk)
- Náðst hefur í fjölþjóðlegri keppni td. á Norðurlandamóti, Evrópumóti eða heimsmeistaramóti.
- Felur í sér að afreksíþrótta-maður eða lið hafi annað hvort; 1) Lokið keppni í efstu sætum í móti eða keppni sem ekki hefur haft sérstakan áunnin undanfara 2) Tekið þátt í keppni eða móti í kjölfar þess að hafa unnið sér inn keppnisrétt með árangri sínum innanlands eða utan.
- Náðst hefur (eða þátttaka í viðkomandi keppni hafist) á tímabilinu 1.11.2024 -30.11.2025.
Umsóknarfrestur er til og með 05.12.2025. Umsóknir skulu berast frá forsvarsmanni aðildarfélags UMSK á tölvupóstfangið um**@**sk.is en þar má einnig nálgast frekari upplýsingar.
Nánari upplýsingar gefur Þórdís – thordis(hja)sprettur.is
