Hestaklúbbur ungra Sprettara

Hestaklúbbur ungra Sprettara verður haldin annan hvern miðvikudag milli kl.18-20 í vetur, ýmist á 2.hæð Samskipahallarinnar eða í veislusalnum.

Hestaklúbburinn er hugsaður sem vettvangur fyrir félagslega hittinga ungra Sprettara, á aldrinum 9-16 ára, án hests þar sem ungir Sprettarar geta hist og haft gaman saman.

Hestaklúbburinn verður opinn eftirtalda daga:

Miðvikudaginn 12.nóv kl.18-20 – veislusalurinn
Miðvikudaginn 26.nóv kl.18-20 – veislusalurinn
Miðvikudaginn 10.des kl.18-20 – veislusalurinn
Laugardaginn 20.des kl.14-16 – veislusalurinn (Litlu-jól ungra Sprettara)

Þátttaka er ókeypis fyrir alla unga Sprettara og hvetjum við alla frá aldrinum 9-16 ára að mæta og vera með í fjörinu.
Nauðsynlegt er að skrá sig, hér er beinn hlekkur á skráningu á abler.io: Hestamannafélagið Sprettur | Námskeið

 

Scroll to Top