Miðasala hefst í kvöld fyrir Uppskeruhátíð Sprettara

Uppskeruhátíð Spretts verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 15.nóvember nk. í veislusalnum Arnarfelli í Samskipahöllinni. Miðaverði er stillt í hóf, einungis 7500kr. Í boði verður veislumatur, veislustjórn, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar, skemmtun og gleði.
Miðasala fer fram á abler.io en einnig er hægt að versla sér miða í anddyri veislusalarins fimmtudaginn 6.nóv og þriðjudaginn 11.nóv milli kl.18-19.
Endilega fjölmennið Sprettarar og eigum góða kvöldstund saman í upphafi komandi hestatímabils!
Scroll to Top