Verðlauna- og uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts fer fram þann 15. nóv. kl 11 í Veislusal Samskipahallarinnar í Kópavogi. Þar eru allir velkomnir og frír aðgangur.
Á dagskránni verða verðlaunaafhendingar kynbótahrossa og ræktunarbús auk fyrirlesara.
Dagskrá
- Skýrsla stjórnar hrossaræktarnefndar Spretts
- Verðlaunaafhending kynbótahrossa og rætkunarbús – veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki auk ræktunarbús ársins.
- Gunnar Arnarsson, hrossaræktandi í Auðsholtshjáleigu heldur fyrirlestur um sögu hrossaræktar í Auðsholtshjáleigu í 35 ár.
