Uppskeruhátíð ungra Sprettara

Uppskeruhátíð yngri flokka Spretts (barna og unglinga) verður haldin hátíðlega í veislusal Spretts fimmtudaginn 13.nóvember nk. Húsið opnar kl.18:00 og hefst dagskrá kl.18:30. Öllum ungum Spretturum er boðið á Uppskeruhátíðina og eru þeir hvattir til að taka með sér einn vin/vinkonu sem er áhugasamur um hestaíþróttina. Fullorðnir eru líka velkomnir að gleðjast með æskunni, en þurfa að greiða 4500kr. Nauðsynlegt er fyrir alla að skrá sig, skráning fer fram á abler.io. Hér er beinn hlekkur á skráningu; https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDg5NDQ=?

Á dagskrá Uppskeruhátíðarinnar verður m.a.
– Kahoot spurningakeppni
– Standandi bingó
– ýmsar verðlaunaafhendingar, s.s. stigahæstu knapar, afhending knapamerkjaskírteina, öflugasti ungi Sprettarinn, þátttaka á stórmótum, Íslandsmeistarar heiðraðir.
– Veislumatur og íshlaðborð
– Kynning á starfi Æskulýðsnefndar 2026

Við hvetjum alla unga Sprettara, og fylgdarmenn þeirra, að mæta fimmtudaginn 13.nóv og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Endilega að skrá sig á abler.io í síðasta lagi fyrir miðnætti þriðjudaginn 11.nóv.

Scroll to Top