Keppnisárangur 2025

Sprettur óskar eftir upplýsingum um keppnisárangur Sprettara á árinu 2025. Óskað er eftir upplýsingum um árangur í öllum aldursflokkum fyrir keppnisárið 2025 – barna, unglinga, ungmenna og fullorðinsflokkum (atvinnumenn og áhugamenn), áhugamenn sérstaklega verðlaunaðir.

Árangursupplýsingar eiga að sendast til sprettur(hja)sprettur.is á meðfylgjandi formi – https://sprettur.is/wp-content/uploads/2025/10/Stigautreikningar.xlsx  – í síðasta lagi fyrir miðnætti 5.nóvember. Vinsamlegast vistið skjalið með nafni knapa.

Eftirfarandi verðlaun verða veitt:
Besti keppnisárangur í barna, unglinga og ungmennaflokka bæði í stúlkna og drengja flokkum.
Íþróttakarl Spretts – atvinnumaður
Íþróttakarl Spretts – áhugamaður
Íþróttakona Spretts – atvinnumaður
Íþróttakona Spretts – áhugamaður.

Verðlaun verða veitt í barna og unglingaflokki á uppskeruhátíð barna og unglinga 13. nóv í veislusal Spretts.
Verðlaun í ungmenna og fullorðinsflokkum verða veitt á árshátíð Spretts 15.nóv. í veislusal Spretts.

 

Keppnisárangur íþróttafólks Spretts
– reglur og stigagjöf –

Eftirtalin mót gefa stig:

Landsmót, Íslandsmót, Gæðingakeppni Spretts, Íþróttamót Spretts, öll WR mót, öll opin íþróttamót, öll opin gæðingamót, öll opin mót innanhúss, Heimsmeistaramót og Norðurlandamót.

Meistaraflokks prógram, T1, V1, F1, T2 gefa 5 auka stig fyrir hvert sæti í
öllum flokkum.

Stigahæsti einstaklingurinn í fullorðins- eða ungmennaflokki verður útnefndur keppnisknapi Spretts.

Þurfi að skera úr um sigurvegara í hverjum flokki verður það gert með sætaröðun, sá/sú sem hefur oftar verið í 1.sæti sigrar.

Opin Íþróttamót, opin Gæðingamót, öll opin mót innanhúss, hver grein gefur eftirfarandi stig
1. sæti 20 / 2. sæti 15 / 3. sæti 10 / 4. sæti 9 / 5. sæti 8
6. sæti 7 / 7. sæti 6 / 8. sæti 5 / 9. sæti 4 /10. sæti 3

Íþróttamót Spretts, Gæðingamót Spretts, öll WR mót, Áhugamannamót Íslands, íþróttakeppni Landsmóts
1.sæti 50/ 2. Sæti 45/ 3. Sæti 40 / 4. Sæti 35 / 5. Sæti 30
6. sæti 25 / 7. Sæti 20 / 8. Sæti 15 / 9. Sæti 10 / 10. Sæti 5

Landsmót (gæðingakeppni), Íslandsmót og Norðurlandamót
1.sæti 150 / 2. Sæti 100 / 3. Sæti 50 / 4. Sæti 40 / 5. Sæti 35
6. sæti 30 / 7.sæti 25 / 8. Sæti 20 / 9. Sæti 15 / 10. Sæti 10

Skeiðgreinar
1. sæti 40 / 2. Sæti 35 / 3. sæti 30 / 4. Sæti 25 / 5. Sæti 20

Heimsmeistaramót
1.sæti 200 stig/ 2. Sæti 100 stig /3. Sæti 50 stig /4. Sæti 40 stig/5. Sæti 35 stig 6. sæti 30 stig/ 7.sæti 25 stig/ 8. Sæti 20 stig /9. Sæti 15 stig/10. Sæti 10 stig

Stig fyrir samanlagðan sigurvegara eru eingöngu veitt fyrir 1.sæti.

Lokaniðurstaða móts, þ.e. að úrslitum loknum, telur í stigagjöf. Komi knapi tveimur hestum eða fleiri í úrslit þá telja stig fyrir þann hest sem riðið er í úrslitum.

Sýningagreinar á stórmótum telja ekki til stiga í flokki stórmóta, heldur falla undir opin íþróttakeppni og opin gæðingakeppni.

 

Scroll to Top