Ferð ungra Sprettara til Svíþjóðar í nóvember

Á foreldrafundi Æskulýðsnefndar Spretts í vetur var stefnan tekin á að fara, aftur, á hestasýningu í Svíþjóð dagana 27.-30.nóvember nk. Fjáröflun hefur verið í gangi í vetur, m.a. með sjoppuvöktum á Blue Lagoon mótaröð Spretts í vetur, dósasöfnun, kleinusala o.m.fl. Ef einhverjir áhugasamir ungir Sprettarar (og foreldrar) vilja slást í hópinn á síðustu stundu þá er það enn hægt. Æskulýðsnefnd mun styrkja unga Sprettara með miðakaupum á sýninguna. Áhugasamir geta sent póst á aeskulydsnefnd (hja) sprettarar.is eða thordis (hja) sprettur.is í síðasta lagi 16.október ef áhugi er fyrir hendi að slást í hópinn og/eða fá nánari upplýsingar.

Sýningin er virkilega skemmtileg og þægileg en ungir Sprettarar fóru í svipaða ferð haustið 2023 og voru mjög ánægðir með þá ferð.

Scroll to Top