Í vikunni var gengið frá ráðningu Björns Magnússonar í starf umsjónaraðila svæðis og fasteigna hjá Hestamannafélaginu Spretti. Björn, sem við flestu þekkjum sem Bjössa, er vel kunnugur félaginu og hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í starfi þess.
Hann mun hefja störf í hlutastarfi nú í október, en tekur við starfinu að fullu frá og með 1. mars næstkomandi. Með ráðningu Bjössa tekur hann jafnframt við símanúmeri félagsins.
Við bjóðum Bjössa hjartanlega velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Dagleg umsjón með svæði og fasteignum
- Almennt viðhald fasteigna, smáviðgerðir ásamt umhirðu á félagssvæði
- Umsjón með vélum og kerfum (tækni-, öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum)
- Umsjón með gólfi í reiðhöllum félagsins í samvinnu við Vallarnefnd
- Eftirlit, innkaup og almenn húsvörslustörf
- Utanumhald þegar kemur að viðhaldi, sorphirðu og þrifum bygginga, húsbúnaðar og tækja
- Tengiliður við aðra verktaka á svæðinu og ábyrgð á þeirra verkefnum.
- Önnur tilfallandi verkefni og aðstoð