Nú er undirbúningur komin á fullt fyrir nýtt keppnisár í Samskipadeildinni, Áhugamannadeild Spretts. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og þurfa öll lið sem hafa áhuga á að taka þátt að skila inn umsókn fyrir 1. október næstkomandi. Umsóknir skulu berast á e-mail ahugamannadeild(hja)sprettur.is og skulu innihalda nöfn fimm knapa liðsins auk kennitölu þeirra og starfheitis. Þar að auki þjálfara, heiti liðs og kennitölu greiðanda liggi það fyrir.
Í Áhugamannadeildinni 2026 verða að hámarki 14 lið. 12 efstu liðin frá síðasta keppnistímabili öðlast keppnisrétt en þurfa hins vegar að sækja um til að staðfesta þátttöku. 3 knapar úr hverju liði hafa þátttökurétt í hverri grein.
Sjá lið 7 úr reglum Áhugamannadeildarinnar um inngönguskilyrði:
„7. Keppendur í Áhugamannadeildinni – inngangsskilyrði
7.1. Knapar sem hafa töluverða reynslu af keppni en deildin er ekki byrjendadeild.
7.2 Þáttökuréttur í Áhugamannadeildinni ákvarðast af reglum LH um þáttökurétt í Áhugamannamóti Íslands, aðgengileg á heimasíðu LH.
7.3 Öll gæðingakeppni, á öllum stigum, og kappreiðar er undanskilin þ.e.a.s. heimilt er að keppa í gæðingakeppni og kappreiðum án þess að það hafi áhrif á inngangskilyrði.
7.5 Knapar sem hafa ekki haft laun af tamningu eða þjálfun hesta síðustu 3 ár.
7.8 Stjórn Áhugamannadeildar Spretts hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylla inngangskilyrði.“
Sjá neðst allar reglur Áhugamannadeildarinnar
12 efstu liðin frá síðasta ári eru eftirfarandi, í stafrófsröð:
ath að liðin þurfa að staðfesta þátttöku með e-mail á ah*************@******ur.is eins og önnur lið sem sækja um.
Bifreiðaverkstæði Böðvars og Borgarverk
Hótel Rangá
Hrafnsholt
Lið Spesíunnar
Nýsmíði
Pula-Votamýri-Hofsstaðir
Réttverk
Sindrastaðir
Stafholthestar
Sveitin
Tommy Hilfiger
Trausti
Dagsetningar 2026 – Birt með fyrirvara um breytingar
- febrúar – Fjórgangur
5. mars – Slaktaumatölt
20. mars – Fimmgangur
10. apríl – Tölt
18. apríl – Gæðingaskeið og lokahóf
Reglur Áhugamannadeildar Spretts:
Leikreglur Áhugamannadeildar Spretts
- Áhugamannadeildin
1.1 Áhugamannadeildin er einstaklings- og liðakeppni.
1.2 Keppendur eru að hámarki 70.
1.3 Liðin eru að hámarki 14 með 5 knöpum hvert. Þrír knapar liðanna hafa keppnisrétt í hverri grein.12 efstu liðin frá árinu á undan halda sæti sínu í deildinni en þurfa þó alltaf að sækja um í deildinni til staðfestingar um þátttöku fyrir hvert ár fyrir útgefinn umsóknarfrest. Öðrum liðum er frjálst að sækja um þátttöku og verður þá dregið úr þeim umsóknum í laus sæti.
1.4 Knapaskipti geta átt sér stað ef slíkar aðstæður koma upp eftir að deild hefst. Læknisvottorð og samþykki yfirdómara og stjórnar Áhugamannadeildar þarf að liggja fyrir. Nýr knapi þarf að uppfylla inngöngsskilyrði deildarinnar – sjá reglu 7.
1.5 Keppnisgreinar eru fjórgangur, fimmgangur, slaktaumatölt, gæðingaskeið og tölt.
1.6. Riðin eru A og B úrslit og öðlast 12 efstu knapar eftir forkeppnina keppnisrétt í úrslitin, efstu 6 fara í A úrslit og sæti 7-12 fara í B úrslit. Sigurvegari B úrslita öðlast ekki keppnisrétt í A úrslitum.
1.7. Lokatími skráningar fyrir hverja keppni er að miðnætti þremur dögum fyrir mótsdag. Skráning fer fram í Sportfeng.
1.8. Við gerð ráslista eru allt að 3 knapar í hverju holli. Leitast verður við að stilla hollum upp þannig að knapar í sama liði lendi ekki saman í holli.
1.9. Ef skráning berst eftir auglýstan skráningafrest fer sá hinn sami fremst í rásröð.
Sama gildir um breytingar á skráningum eftir að skráningarfrestur er liðinn.
- Stigastöfnun
Árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum.
2.1 Í einstaklingskeppninni fá 10 efstu knapar stig. 1. sæti gefur 12 stig, 2. sæti 10 stig, 3. Sæti 8 stig, 4. sæti 7 stig, 5. sæti 6 stig, 6. sæti 5 stig, 7. sæti 4 stig, 8. sæti 3 stig, 9. sæti 2 stig og 10. sæti 1 stig.
2.2 Knapi sem safnar flestum stigum á keppnistímabili er sigurvegari deildarinnar.
2.3 Í liðakeppninni telja allir knapar hvers liðs, sem keppa í greininni, til stiga. Stigin eru frá 1 og upp í 42, séu liðin 14. Annars ná stigin upp í (3 x fjöldi liða). Sigurvegari fær flest stig, sá sem er í öðru sæti fær einu stigi minna o.s.frv.
2.4 Lið sem safnar flestum stigum yfir keppnistímabilið vinnur Áhugamannadeildina.
2.5 Séu tveir eða fleiri knapar jafnir í efsta sæti sýna dómarar sæta röðun knapa. Ef knapar eru jafnir í öðru sæti en því fyrsta, deila þeir með sér sætinu. Hlutkesti ræður úthlutun verðlauna. Verði knapar jafnir í keppnisgrein skiptast stigin jafnt á milli þeirra og á það jafnt við um liðakeppnina og einstaklingskeppnina. Engu breytir ef keppendum er úthlutaður verðlaunagripur skv. uppkasti. Fari fram dómaraúrskurður falla stigin hins vegar eftir þeirri niðurstöðu.
- Úrskurður um fyrsta sæti í keppnisgrein og samanlögðum árangri.
3.1. Í keppnisgreinum þar sem niðurstaða byggist á spjaldadómum skal skorið úr um fyrsta sæti með sæta röðun dómara.
3.2. Ef tveir knapar eru jafnir í samanlagðri stigasöfnun eftir lokamót Áhugamanandeildarinnar vinnur sá sem hefur unnið fleiri greinar. Ef knaparnir hafa jafn mörg gull ráða þá silfrin og ef þau eru jafn mörg þá bronsin o.s.frv.
3.3 Ef tvö lið eru efst og jöfn í samanlögðum stigum eftir lokamót Áhugamannadeildarinnar vinnur það lið sem fleiri greinar vann í mótaröðinni, ef þau standa þá enn jöfn vinnur það lið sem oftar var í öðru sæti keppnisgreinar o.s.frv.
3.4 Séu tvö lið jöfn að stigum á stöku keppniskvöldi hljóta bæði lið liðaplatta.
- Verðlaun Áhugamannadeildar
4.1 Verðlaunagripir eru 12 í hverri keppnisgrein. Þrír efstu knapar í samanlögðum árangri á keppnistímabili fá verðlaunagripi. Farandgripir eru gefnir af styrktaraðilum.
4.2. Efsta lið eftir keppnistímabil fær verðlaunagrip og farandgrip sem gefinn er af styrktaraðila.
- Keppnisgreinar og reglur
5.1. Keppt er eftir FEIF reglum í keppnisgreinum sem þær reglur ná yfir tölt, slaktaumatölt, fjórgang, gæðingaskeið og fimmgang. Horft er framhjá þeim annmarka að oftast er keppt á minni velli en gert er ráð fyrir í FEIF.
5.2. Séu breytingar frá FEIF reglum leyfðar eða ákveðnar skal yfirdómari koma þeim upplýsingum á framfæri með skýrum hætti á knapafundi eða á annan sannanlegan hátt.
5.3. Reglur ÍSÍ um notkun vímuefna eru í gildi í Áhugamannadeldinni. Verði knapi uppvís um að vera undir áhrifum vímuefna verður honum fyrirvaralaust vísað úr keppni og stigin falla úr gildi.
5.4. Að öðru leyti gilda reglur um keppni frá LH.
- Reiðmennska
Dómarar geta gefið knöpum gul eða rauð spjöld eftir atvikum ef þeim finnst að knapar séu of grófir í sinni reiðmennsku. Stuðst er við viðmiðunarreglur FEIF. Jafnvel þótt fleiri en einn dómari gefi gult spjald fyrir ákveðið tilvik telst það eitt gult spjald í Áhugamannadeildinni. Fyrir hvert gult spjald umfram eitt á keppnistímabili verða 2 stig dregin af knapa í heildarstigasöfnun einstaklingskeppninnar. Ef knapi fær rautt spjald er honum vikið úr viðkomandi keppnisgrein og fær að auki í frádrátt 5 stig í heildarstigasöfnun einstaklingskeppninnar. Þetta á eingöngu við um þau atvik þegar knapi fær rautt spjald vegna grófrar reiðmennsku, en ekki í þeim tilfellum þegar rautt spjald er gefið af tæknilegum ástæðum t.d. ef fer úr braut eða riðið er of marga hringi o.s.frv.
- Keppendur í Áhugamannadeildinni – inngangsskilyrði
7.1. Knapar sem hafa töluverða reynslu af keppni en deildin er ekki byrjendadeild.
7.2 Þáttökuréttur í Áhugamannadeildinni ákvarðast af reglum LH um þáttökurétt í Áhugamannamóti Íslands, aðgengileg á heimasíðu LH.
7.3 Öll gæðingakeppni, á öllum stigum, og kappreiðar er undanskilin þ.e.a.s. heimilt er að keppa í gæðingakeppni og kappreiðum án þess að það hafi áhrif á inngangskilyrði.
7.4 Knapar sem hafa ekki haft laun af tamningu eða þjálfun hesta síðustu 3 ár.
7.5 Stjórn Áhugamannadeildar Spretts hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylla inngangskilyrði.
- Dómstörf
8.1 Dómarar
Haft skal að leiðarljósi að velja hæfustu dómara sem völ er á fyrir hvert verkefni.
8.2 Yfirdómari
Yfirdómari annast málefni dómara. Yfirdómari hefur vald til að víkja dómara frá keppni hvenær sem er ef honum finnst viðkomandi dómari hafa vikið frá faglegum gildum. Yfirdómari hefur eftirlit með dómstörfum og gefur skýrslu um þau til stjórnar og dómara.
8.3 Mótsstjórn
Þrír skipa mótsstjórn, mótstjóri, yfirdómari og fulltrúi knapa. Mótsstjórn er æðsta vald á mótsstað og hefur þannig vald til að úrskurða ef mál koma upp sem valda ágreiningi. Keppendur deildarinnar kjósa í upphafi keppnistímabils fulltrúa knapa. Sá knapi sem hlýtur næst flestar tilkynningar er vara fulltrúi knapa. Varafulltrúi knapa getur ekki verið í sama liði og fulltrúi knapa.
8.4 Kærufrestur
Knapar og lið hafa einn sólarhring til að kæra framkvæmd eða útreikninga keppnisgreinar. Að þeim tíma liðnum standa niðurstöður. Kærur sem berast að loknu móti fara á sameiginlegt borð stjórnar, mótsstjórnar og eins fulltrúa knaparáðs, sem verða að kynna niðurstöðu innan tveggja sólarhringa frá því að kæra berst. Einkunnir dómara eru ekki kæranlegar.
- Liðseigandi, styrktaraðilar og framsal keppnisréttar
9.1. Liðseigandi telst sá aðili sem stofnar liðið, sækir um og er skráður sem slíkur í gögnum Áhugamannadeildar Spretts.
9.2. Heimilt er að skipta um styrktaraðila og nafn liðs.
9.3. Ekki er heimilt að framselja, selja keppnisrétt eða skipta um eiganda liðs þ.e.a.s ef lið sem unnið hefur sér rétt til að keppa í deildinni ákveður að taka ekki þátt á næsta tímabili þá er ekki hægt að framselja keppnisrétt til annars liðs. Því sæti verður þá bætt í pottinn til úrdráttar á nýjum liðum.
9.4. Allar breytingar á liðsskipan og styrktaraðilum þurfa að fá samþykki stjórnar Áhugamannadeildar Spretts.
Kópavogur september 2025