Ágætu félagsmenn,
Kópavogsbær hefur kynnt skipulagslýsingu sem varðar Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavelli. Stjórn Spretts mun senda athugasemdir á skipulagslýsinguna fyrir hönd félagsins. Auk þess mun reiðveganefnd, sjálfbærni- og öryggisnefnd félagsins senda inn athugasemdir. Ef félagsmenn vilja senda inn athugasemdir í sínu eigin nafni er það möguleiki. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. september.
Hér má nálgast gögnin:
Bestu kveðjur,
Stjórn Spretts