Herdís Björg keppandi á heimsmeistaramóti

Herdís Björg Jóhannsdóttir ungur Sprettari og heimsmeistari í tölti ungmenna keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fer fram í Sviss 5.-10.ágúst nk. Þar mun hún keppa í tölti og fjórgangi á hestinum Kormáki frá Kvistum – sem lengi vel var í eigu Sprettaranna Þórunnar Hannesdóttur og Sveinbjörns Bragasonar. Á fb síðu Landssambands hestamannafélaga má sjá stutt viðtal við Herdísi þar sem hún sýnir okkur „hina hliðina“ – https://www.facebook.com/lhhestar

Sannarlega spennandi keppni framundan hjá Herdísi sem við Sprettarar hlökkum til að fylgjast með – og óskum henni góðs gengis á mótinu. Áfram Ísland!

Scroll to Top