Ungir Sprettarar í keppnisgír

Íslandsmót ungmenna og fullorðinna fór fram síðastliðna helgi á keppnissvæði Sleipnis á Selfossi og þar áttum við Sprettarar þó nokkra öfluga fulltrúa sem gaman er að fylgjast með.

Í ungmennaflokki reið Hekla Rán Hannesdóttir til A-úrslita í tölti og fjórgangi.

Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Baldur Ríkharðsson voru bæði í A-úrslitum í slaktaumatölti.

Hulda María reið einnig til B-úrslita í tölti og fjórgangi og varð áttunda í gæðingaskeiði.

Guðný Dís átti góða spretti í gæðingaskeiði og hlaut 3.sætið. Hún reið einnig til B-úrslita í tölti og fjórgangi.

Herdís Björg átti góða tíma í 250m skeiði og 100m skeiði auk þess sem hún reið til B-úrslita í slaktaumatölti og fimmgangi.

Ragnar Bjarki, á sínu fyrsta ári í ungmennaflokki, reið til B-úrslita í slaktaumatölti.

Fyrir hönd ungra Sprettara kepptu einnig Anika Hrund Ómarsdóttir og Þórdís Agla Jóhannsdóttir í slaktaumatölti með góðum árangri.

Í fullorðinsflokkum voru skráð til leiks Erlendur Ari Óskarsson, Jóhann Kr. Ragnarsson og Valdís Björk Guðmundsdóttir sem kepptu í hinum ýmsu greinum.

Næsta stórmót er Íslandsmót barna og unglinga sem fer fram á keppnissvæði Sörla í Hafnarfirði dagana 17.-20.júlí nk. og þar munum við Sprettarar eiga fríðan hóp af ungum og efnilegum keppnisknöpum.

Scroll to Top