Heyefnagreining og fóðurfræði áætlun

Ungmennum Spretts er boðið upp á að senda heysýni í efnagreiningu og í framhaldinu að mæta í einkatíma til Einars Ásgeirssonar fóðurfræðings og stilla upp fóðuráætlun fyrir keppnistímabilið framundan.

Koma þarf með heysýni á skrifstofu Spretts miðvikudaginn 30.apríl milli kl.15-18, þau geymd í kæli þar til heysýnin verða sótt af efnagreiningu.
Heysýnið þarf að vera 100-200gr að þyngd (ca.1/4 höldurpoki), 100gr ef heyið er þurrt en um 200gr ef heyið er rakt. Merkja skal pokann:
– með fullu nafni
– Hestamannafélagið Sprettur ungmenni
– Heyefnagreining 3

Verð fyrir heyefnagreininguna er 4000kr og er niðurgreitt af sjóði Ungmennaráðs Spretts.

Í framhaldinu verða heyefnagreiningarnar nýttar til undirstöðu við gerð fóðuráætlunar hjá hverjum og einum í samráði við Einar Ásgeirsson fóðurfræðing seinna í maí mánuði, sem verður auglýst nánar síðar.

Ath! Nauðsynlegt er að senda heysýni í greiningu til að hægt sé að stilla upp fóðurfræði áætlun.

Ef fleiri félagsmenn vilja nýta sér tækifærið og senda hey í greiningu er hægt að bætast í hópinn en greiða þarf fullt verð, sjá verðskrá á heimasíðu efnagreiningar, www.efnagreining.is

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þórdísi, th*****@******ur.is

Scroll to Top