Keppnisnámskeið hjá Arnari Mána á miðvikudögum

Vegna eftirspurnar var ákveðið að bæta við námskeiði hjá Arnari Mána á miðvikudögum. Þau sem hafa áhuga á að mæta 2x í viku (eru skráð á mánudögum) er einnig velkomið að skrá sig á þetta námskeið líka.

Reiðkennarinn Arnar Máni býður upp á einkatíma með áherslu á keppni á miðvikudögum í Samskipahöll, einnig verður möguleiki á að fara út á völl ef vallaraðstæður og veður leyfir. Hver tími er 30mín. Tímasetningar í boði á milli kl.17:30-21:00. Fjöldi tíma er 5 skipti samtals. Námkskeiðið hefst miðvikudaginn 30.apríl nk.
Einkatímarnir eru ætlaðir knöpum í yngri flokkum, barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
Skráning hefst sunnudaginn 27.apríl kl.12:00 og fer fram á abler.io
Hér er beinn hlekkur:
Verð er 28.500kr.
Scroll to Top