Firmakeppni Spretts verður haldin fimmtudaginn 24.apríl og verður keppt á hringvellinum, en sú hefð hefur skapast að keppt er til skiptis á hringvellinum og beinu brautinni á milli ára.
Þátttaka er ókeypis en keppendum er frjálst að greiða skráningagjald til styrktar félaginu þar sem Firmakeppni Spretts er ein af mikilvægu tekjuleiðum félagsins.
Keppt er um veglega farandbikara, auk verðlaunapeninga fyrir fimm efstu sætin í hverjum flokki.
Boðið verður upp á keppni í eftirfarandi flokkum – í þessari röð:
Pollar (9 ára og yngri) – teymdir
Pollar (9 ára og yngri) – ríða sjálfir
Börn minna keppnisvön (10-13 ára)
Börn meira keppnisvön (10-13 ára)
Unglingar – minna keppnisvanir (14-17 ára)
Unglingar – meira keppnisvanir (14-17 ára)
Ungmenni- minna keppnisvön (18-21 árs)
Ungmenni – meira keppnisvön (18-21 árs)
Konur II – minna keppnisvanar
Karlar II – minna keppnisvanir
Heldri menn og konur (60 ára +)
Konur I – meira keppnisvanar
Karlar I – meira keppnisvanir
Opinn flokkur (karlar og konur)
Firmanefndin áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg skráning í einhvern flokkanna. Hver knapi má einungis skrá sig í einn keppnisflokk.