Karlatölt Kalda 2025 verður haldið föstudaginn 11. apríl í Samskipahöllinni í Spretti.
Boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:
T3 Opinn flokkur Fyrir reynslumikla knapa.
T3 Opinn flokkur – 1. flokkur ætlaður þeim sem eru töluvert vanir í keppni.
T7 Opinn flokkur – 2. flokkur ætlaður þeim sem hafa litla reynslu í keppni.
T7 Opinn flokkur – 3. flokkur byrjendaflokkur – ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum.
Aðeins er hægt að skrá í gegnum skráningakerfið www.sportfengur.com.
Skráning er opin og lýkur 9. apríl. Skráning pr. hest er 5500 kr.
Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest.
Veglegir vinningar í boði í öllum flokkum, folatollar undir topphesta fyrir fyrstu 2 sæti hvers flokks, bjór frá Kalda, vörur frá Búvörum SS og fleira og fleira.
Hvetjum við alla karla til þess að taka þátt í einu skemmtilegasta karlatölti landsins og hafa gaman saman.