Kæru Sprettarar!
Í dag frá kl.16:30 má búast við að reiðleiðin í gegnum Magnúsarlund verði lokuð því þar fer fram Páskaeggjaleit ungra Sprettara! Reiðleiðin verður opnuð á nýjan leik um kl.18:00. Við munum setja keilur á reiðveginn til að loka fyrir umferð þar í gegn. Eins munu ungir Sprettarar hittast við stóra gerðið í Magnúsarlundi kl.17:00.
Kærar þakkir fyrir tillitssemina.
Æskulýðsnefndin.