Útreiðanámskeið með Hrafnhildi

Boðið verður uppá útreiðanámskeið með Hrafnhildi Blöndahl í apríl. Kennt verður í einstaklingstímum á þriðjudögum, tímasetningar eru í boði milli kl.15-18.

Skemmtilegt námskeið fyrir unga sem aldna, hvort sem þú ert að koma þér í hnakkinn aftur eða vilt fá stuðning með leiðsögn er boðið uppá útreiðarnámskeið þar sem byrjað er inni gerði og svo farið í reiðtúr. Frábær leið til að kynnast þeim reiðleiðum sem Sprettur hefur uppá að bjóða.

Kenndir eru 4 tímar samtals, 45mín hver tími. Kennsla hefst 8.apríl. Verð fyrir 4 einstaklingstíma er 26.500kr.  Kennari er Hrafnhildur Blöndahl.

Skráning opnar miðvikudaginn 26.mars kl.12:00 og fer fram á abler.io/shop/hfsprettur

Beinn hlekkur á skráningu hér: Hfsprettur Hestamannafélagið Sprettur | Námskeið | Abler

 

Scroll to Top