Pollanámskeið að hefjast á laugardaginn!

Laugardaginn 29.mars hefjast vinsælu pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl. Enn eru nokkur laus pláss og hægt er að bætast í hópinn fram til hádegis á föstudag, 28.mars. Námskeiðin eru niðurgreidd af Æskulýðsnefnd Spretts. Hvetjum alla áhugasama um að skrá sig og taka þátt 🙂 Stefnt verður að því að fara einnig eitthvað út, í afgirt svæði, og tengja þannig námskeiðahaldið við útreiðatúra í framtíðinni.

Hér er beinn hlekkur á skráningu:
Pollanámskeið mars til maí | Hfsprettur Hestamannafélagið Sprettur | Námskeið | Abler

Scroll to Top