Niðurstöður Blue Lagoon mótaröðin 2025 – fimmgangur
Keppni í fimmgangi í BLUE LAGOON mótaröð Spretts fór fram í gærkvöldi, fimmtudaginn 6.mars. Ungu knaparnir buðu upp á margar frábærar sýningar. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í fimmgangi F3 en það er grein sem er ætluð byrjendum í fimmgangi, en þá er t.d. bara einfalt vægi á tölti og gefið meira svigrúm til einkunna á skeiði. Við erum nokkuð viss um að þessi keppnisgrein sé komin til að vera í mótaröðinni. BLUE LAGOON mótaröðin er orðin ein vinsælasta og stærsta mótaröðin sem haldin er hérlendis með að meðaltali um 100 skráningar á hverju móti. Keppendur komu víða að, m.a. frá Snæfellingi á Snæfellsnesi, Geysi á Hvolsvelli, Háfeta í Þorlákshöfn og Mána í Keflavík. Vert að minnast þess að skipulagning og framkvæmd mótaraðarinnar er unnin af félagsmönnum Spretts í sjálfboðavinnu og sem fyrr er BLUE LAGOON bakhjarl keppninnar og styður þannig við bakið á æskulýðsstarfi hestaíþróttarinnar með myndarlegum hætti. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Verðlaun kvöldins voru glæsileg og komu meðal annars frá Josera, Búvörur SS, Sambíóunum, Sælgætisgerðinni Góu, Bæjarins bestu, spil frá Emmsé Gauta ásamt fullt af fleirum flottum styrktaraðilum.
Eiðfaxi TV var með beinar útsendingar í opinni dagskrá sem er orðið ansi vinsælt hjá aðstandendum og gaman fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í höllina að horfa á börnin, unglingana og ungmennin heima í stofu.
Ljósmyndari kvöldsins var Gunnhildur Ýrr og munu myndir birtast á facebook síðu Spretts innan skamms. Einnig er hægt að versla myndir með því að senda tölvupóst á [email protected]
Úrslit urðu eftirfarandi:
Fimmgangur F3 barnaflokkur
1. Hjördís Antonía Andradóttir / Auðna frá Húsafelli 5,31
2. Sólbjört Elvíra Sigurðardóttir/ Eldþór frá Hveravík 5,28
3. Emilía Íris Ívarsd. Sampsted/ Jasmín frá Hæli 4,69
4-5 Hilmir Páll Hannesson/ Sigurrós frá Akranesi 4,31
4-5 Guðrún Lára Davíðsdóttir/ Lýður frá Lágafelli 4,31
6. Helga Rún Sigurðardóttir/ Snær frá Keldudal 3,69
Fimmgangur F2 barnafokkur:
1. Gabríela Máney Gunnarsdóttir/ Bjartur frá Hlemmiskeiði 3 5,86
2-3 Aron Einar Ólafsson/ Grunur frá Lækjarbrekku 2 5,21
2-3 Jón Guðmundsson/ Pabbastelpa frá Ásmundarstöðum 3 5,21
4. Svala Björk Hlynsdóttir/ Þóra Dís frá Auðsholtshjáleigu 4,95
5. Kristín Rut Jónsdóttir/ Hind frá Dverghamri 4,57
6. Ragnar Dagur Jóhannsson/ Þórvör frá Lækjarbotnum 3,88
Fimmgangur F3 unglingaflokkur
- Sigríður Fjóla Aradóttir/ Kolfreyja frá Hvítárholt 5,31
- Erlín Hrefna Arnarsdóttir/ Skíma frá Ási 2 5,06
- Viktor Leifsson/ Heimur frá Hvítárholti 4,94
- Bjarni Magnússon/ Litla- Jörp frá Fornusöndum 4,61
- Svava Marý Þorsteinsdóttir/ Hyggja frá hestabergi 4,14
- Ögn H. kristín Guðmundsóttir/ Spekingur frá Litlu-Hlíð 3,89
- Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir/ Gustur frá Efri-Þverá 6,81
- Erla Rán Róbertsdóttir/ Greipur frá Haukadal 2 6,31
- Ísabella Helga Játvarðsdóttir/ Lávarður frá Ekru 6,21
- Eik Elvarsdóttir/ Krafla frá Vík í Mýrdal 5,69
- Þórdís Arnþórsdóttir/ Grána frá Runnum 5,10
- Camilla Dís Ívarsd. Sampsted/ Vordís frá Vatnsenda 5,0
- Sara Dís Snorradóttir/ Taktur frá Hrísdal 6,71
- Glódís Líf Gunnarsdóttir/ Hallsteinn frá Þjóðólfshaga1 6,52
- Guðrún Lilja Rúnarsdóttir/ Freydís frá Morastöðum 6,43
- Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson/ Gyllir frá Oddgeirshólum 6,17
- Anika Hrund Ómarsdóttir/ Hraunar frá Hólaborg 6,05
- Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir/ Náttfari frá enni 5,45